Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 56

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 56
FJARMALANÁMSKEIÐ FYRIR UNGLINGA Á VEG- UM ISLANDSBANKA. Unglingum og jafnvel fullorðnum veitir áreiðanlega ekkert af dálítilli fræðslu um fjármál og pen- inga. Ekki endilega vegna þess að þeirfari illa með þá. Það er einfaldlega heilmikið mál að fara rétt með pen- inga og leiðbeiningar og fræðsla er auðvitað gagnleg í þeim efnum. En fjármálafræðsla á grunnskólastigi er af skornum skammti. Þingmenn hafa sýnt málinu áhuga og á Alþingi var fyrir tæpu ári lögð fram tillaga um markvissa fjármálafræðslu fyrir nem- endur í grunnskóla og á framhalds- skólastigi. Og áhuginn er svo sem vaknað- ur. Fyrir um ári fóru fræðsluyfirvöld þess á leit við nokkur fyrirtæki að þau ívar Þórólfsson gengjust fyrir starfskynningarnám- skeiðum fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólans. íslandsbanki brást skjótt við og lét útbúa kennsluefni fyrir unglinga um banka og fjármál. „Segja má að námskeið íslands- banka sé eina fjármálafræðslan sem nemendum er boðið upp á enn sem komið er,“ sagði Sigrún Kjartansdótt- ir starfsmaður íslandsbanka. VORU TIL BANKAR FYRIR 4.000 ÁRUM? Haldin voru námskeið tvisvar í mánuði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík og sóttu þau 25-30 manns að jafnaði. „Ætlunin er að endurtaka þessi námskeið," segir Sigrún. Hún ásamt Svavari Svavarssyni hefur séð um námskeiðin fyrir bankann en þar er farið yfir sögu banka og kynntar og ræddar ýmsar sparnaðarleiðir sem fólki bjóðast. Eínnig erfjallað um út- lán, skuldabréf, víxla, ábyrgðir, greiðslukort, tékkaviðskipti og fleira. Til gamans má geta þess að elstu vís- bendingar um bankastarfsemi er að finna í 4.000 ára gömlum fornminjum frá Babylon. „Öllum í mínum bekk var boðið að koma á námskeið," sagði ívar Þór- ólfsson í Öldutúnsskóla. „Mérfannst þessi kynning skemmtileg. Ég hef lært töluvert um ávísanaviðskipti og leið- ir til að spara og ávaxta peninga." í sama streng tók Guðrún Sjöfn UN HR Guðrún Sjöln Axelsdóttir Axelsdóttir, Öldutúnsskóla. „Mér hefur fundist þetta gagnlegt og skemmtilegt námskeið. Ég skil miklu þetur en fyrr hvað fram fer í bönkum. Ég veit núna hvers virði bankabækur og sparnaðarreikningar eru,“ sagði hún. Námskeiðin hafa til þessa aðeins staðið grunnskólanemum á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri til boða en fleiri hafa nú óskað eftir slíkri fræðslu. Þau hófust fyrir um tveimur árum sem tilraunaverkefni tveggja kennara í Æfingaskóla Kennarahá- skólans og voru undirtektir frá upp- hafi mjög góðar. Frá námskeiði i Gerðubergi 6 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.