Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 15
ann síðan æfingarnar á leikritinu byrjuðu vegna þess að ég á að vera í skólanum eftir hádegi og þá er ég áæfingu." Jóhann: „Ég hef stundum getað farið í skólann.“ - Af hverju leikið þið fjögur þessa tvo krakka? „Vegna þess að það væri of mik- ið álag á tvo krakka. Það er miklu betra að hafa það svona, fjóra krakka um tvö hlutverk, bæði'vegna skól- ans og ef einhver veikist. Ef eitthvert okkar veikist þá er önnur manneskja sem kann þetta og leikur bara í stað- inn fyrir mann.“ - Hver eru áhugamál ykkar? Álfrún: „íþróttir, tónlist og leik- list.“ Aníta: „Leiklist og skíðaferðir." Sturla: „Tónlist, knattspyrna, handbolti, körfubolti, badminton, skák og hestar.“ Jóhann: „Ég er að læra á píanó og það er eitt af áhugamálum mín- um, og líka söngur, leiklist og tón- list.“ LETT AÐ LÆRA TEXTANA ruð þið hin líka að læra á hljóðfæri? Álfrún: „Já, ég er að læraápíanó, eráþriðja ári.“ Aníta: „Já, ég hef verið að læra á altflautu í fjögur ár.“ Sturla: „Ég er ekki lengur að læra á hljóðfæri. Ég lærði á gítar í tvö ár en er hættur núna.“ Jóhann: „Þetta er annað árið sem ég læri á píanó." - Eru leikarar í fjölskyldum ykkar? Jóhann, Sturla og Aníta neita en Álfrún segir hins vegar: „Já, mamma mín er Helga Jónsdóttir leikkona." Aníta: „Það eru engir leikarar í fjöl- skyldunni minni en það ertónlistar- fólk í fjölskyldunni; foreldrar mínir eru Erna Þórarinsdóttir söngkona og Gunnlaugur Briem tónlistarmaður." - Syngið þið í leikritinu? Aníta: „Já, nokkur lög.“ Sturla: „Emil syngur miklu fleiri lög en ída.“ Aníta og Álfrún: „Heyrðu...!“ - Hafið þið lært að syngja? Sturla: „Já, ég var í tónmennt og lærði að syngja þar.“ Aníta: „Já, ég er í kórskóla Lang- holtskirkju." Jóhann: „Ég hef lært að syngja; var í tónlistarskóla og lærði að syngja þar. Svo er ég í drengjakór Laugar- neskirkju. Við sungum til dæmis við guðþjónustuna sem var sjónvarpað á aðfangadag.“ - Er erfitt að læra textana? „Ne hei!“ segja þau öll í kór. Aníta: „Mérfannst það mjög létt.“ Sturla: „Það er miklu léttara en það sýnist.“ Jóhann: „Það er ekki svo mikið sem við þurfum að læra utan að. Að minnsta kosti fannst mér það auð- velt.“ - Er öðruvísi að vera leikari en þið bjuggust við? „Já,“ segja þau öll. Aníta: „Þetta er erfiðara en ég bjóst við. Þegar ég horfi á leikrit held ég að leikararnir læri setningarnar í hvelli. En núna, þegar ég er sjálf að leika, er þetta miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Álfrún: „Ég man ekki hvernig ég hafði séð þetta fyrir mér áður. Ég var svo lítil þegar ég lék fyrst.“ Sturla: „Ég hélt að þetta væri miklu erfiðara.“ Jóhann: „Ég hélt líka að þetta væri erfiðara en það er. Ég hélt að það yrði svo erfitt að muna textann. Handritið er þykkt en það er ekki mikill texti sem við förum með.“ - Hvað kom ykkur mest á óvart þegar þið byrjuðuð að leika? Jóhann: „Það sem kom mér mest á óvart var hvað þetta var auðvelt." Sturla: „Mérfannst svo skrýtið hvað ég var fljótur að læra textann. Ég hélt að það myndi verða svo erfitt að muna hann.“ I/iO leikum fjögur alþví að það væri ol mikið álag el tveir krakkar færu með hlutverkin. Aníta, Állrún, Sturla og Jóhann. Æ S K A N 7 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.