Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 46

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 46
þurfa ekki að vera óhollir Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur. ígsssK; • ... ...S L ÞAÐ FER EKKI MIKLUM SÖGUM AF HOLLUSTU- GILDI SKYNDIBITA. Vinsældir hamborgara með frönskum, pítu og pitsu eru greini- lega fólgnar í öðrum eiginleikum en hollustuímynd þessararfæðu. Marg- ir telja skyndibita ekki aðeins bæti- efnasnauða og fitandi heldur bein- línis ómenningu sem illu heilli ryður sér til rúms um gjörvalla heims- byggðina og ógnar þjóðlegri matar- menningu og fjölþreytilegum sér- kennum í matargerð. Svo mikið er víst að ungmenni um gjörvalla Vest- ur- Evrópu og Norður-Ameríku snæða sama alheimsstaðlaða ham- borgarann með frönskum kartöflum og skola kræsingunum niður með sömu drykkjarföngunum. | En eru skyndibitar eins óholl fæða og af er látið? í eðli sínu eru flestir skyndibitar mismunandi afbrigði af samloku eða brauðhleif, oftast með einhverju grænmeti, osti og kjöti. Þannig er hamborgari einfaldlega samloka með buffi og grænmeti, píta er brauðhleifur, sneisafullur af alls kyns hollu grænmeti, ýmist með eða án kjöts, og pitsa er brauðbotn með tómatmauki og osti. í hverju er ó- hóllustan eiginlega fólgin? Ekki í sjálfri uppistöðunni, svo mikið er víst, því að allt er þetta ágætis mat- ur sem engin ástæða er til að amast við. Nei, það er meðlætið, kokk- teilsósan, frönsku kartöflurnar og gosdrykkirnir sem eru sökudólgarn- ir í þessu máli og koma þannig ó- orði á skyndibitana. Kokkteilsósa úr „majonesi" er álíka feit og smjör eða smjörlíki. Al- gengur skammtur með hamborgara á skyndibitastað er þrjár matskeiðar en fimm matskeiðar með pítum. Hver matskeið af venjulegri kokk- teilsósu veitir um 100 hitaeiningar og því fjölgar hitaeiningum ham- borgararns úr 330 í 630 þegar sós- an bætist við en hitaeiningar pítu aukast hvorki meira né minna en úr 400 í 900 með sósunni. Það munar um minna, sérstaklega vegna þess að sósan veitir aðeins „tómar" hita- einingar án nokkurra nauðsynlegra bætiefna. Ef franskar kartöflur eru síðan snæddar með máltíðinni eykst fitan enn frekar. Einn skammtur af frönskum eryfirleitt um 100 grömm að þyngd og veitir 260 hitaeiningar. Sama magn af soðnum eða ofnbök- uðum kartöflum veitir 80 hitaeining- arog enga fitu. Af þessu er Ijóst að máltíð á skyndibitastað, hvort heldur er ham- borgari með frönskum kartöflum og gosdrykk eða píta með gosdrykk, veitir um 900 til 1000 hitaeiningar. Þar af er hrein fita um helmingur en til samanburðar er talið æskilegt, samkvæmt manneldismarkmiðum, að fitan sé minni en 35 af hundraði orku í fæði. Skyndibitar með feitri kokktelsósu eru því síst fallnir til að bæta ástand manneldismála en án þessarar margfrægu sósu verður annað uppi áteningnum. En kokkteilsósa þarf alls ekki að vera gerð úr majonesi. Það má nota súrmjólk, jógúrt eða 10% feitan sýrðan rjóma. Tómatsósa, sinnep og krydduð tómatsósa (chillisósa) eru líka svo að segja fitusnauðar og því mun æskilegra meðlæti. Pitsur hafa nokkra sérstöðu með- al skyndibita þar sem engin feit sósa kemur þar við sögu og meðlætið er gjarnan ferskt grænmetissalat og brauð í stað franskra kartaflna. Fyr- ir vikið er pitsa yfirleitt mun fitu- minni en flestir aðrir skyndibitar. Þó hún flokkist vart undir kjarnmikið heilsufæði er hún léttur og góður matur sem engin ástæða er til að tortryggja sérstaklega. Þegar allt kemur til alls þurfa skyndibitar alls ekki að teljast óholl- ur matur. Ef léttari og fituminni sós- ur væru á boðstólnum á skyndibita- stöðum, ískalt vatn eða ávaxtasafi væri þar til drykkjar og ávextir og gróf smábrauð ávallt í boði mætti með sanni segja að hollustubylting- in hefði haldið innreið sína á skyndi- bitastaðina! (Laufey Steingrímsdóttir, Ph.D., er næringarfræðingur og skrifstofustjóri Manneldisráðs. - Grein þessi birtist í tímaritinu Heil- brigðismál, 1. tbl. 1991. Ritstjóri þess, Jónas Ragnarsson, og höfundur veittu leyfi til endurbirtingar f Æskunni) Ef leitar súsur og sætir gosdrykkir væru ekki fylgifisk- arskyndibita gætu þeir verið holl fæða. Einn sósuskammt- ur gefur áiíka mikla orku og smurð brauðsneið ásamt mjólkur- glasi og appel- sínu. 5 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.