Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 28

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 28
HVERNIG STRÁKAR HUGSA... KÆRA ÆSKA! Ég er ánægð með gott blað og þennan þátt. Ég verð að segja að mér finnst þreytandi hvernig strákar hugsa. Þeir vilja aiitafkáfa og kyssa. Efmaður vill ekki kyssa þá fara þeir bara í fýiu. Og ég er sammála Bart og Emmu um fullorðna fólkið. Það hugsar bara um sjálft sig. Lísa Simpson. FREKT OG TILLITSLAUST Kæra, besta Æska! Fullorðna fólkið er alltof „frekt“. Svo er það annað: Mér finnst fólk hér á landi og í öðrum löndum bókstaflega ekkert tillit taka til munaðarlausra og fátækra barna. Þau þarfnast umhyggju og sjálfsöryggis. Eru einhver samtök sem taka að sér fátæk börn? Sylley. Svar: Kæra Sylley! Mörg félög og samtök hafa að markmiði að hjálpa fátækum börnum og styrkja þau til menntunar. I jólablaði Æskunnar er sagt frá vinnu við verkefni Rauða krossins, Föt sem framlag, og verkefni Hjálpar- stofnunar kirkjunnar sem unnið er á Indlandi. Við höfum einnig lýst starfi SOS-barnaþorpanna og ABC-hjálparstarfinu. I þess- um greinum kemur fram að fjöldi fólks hefur tekið sér „fósturbarn" eða gerst barna- þorpsforeldri.Það sendir mánað- arlega framlag til að kosta uppeldi og menntun munaðar- lausra barna. AÐ KOMA ILLA FRAM Kæra Æska! Mér finnst sumir krakkar ofmeta sjálfa sig og láta það bitna á öðrum sem eru þeim ekkert síðri. Ég á við þetta: Einhver sem maður þekkir er nýbúinn að fá nýja peysu og segir þá: „Sjáðu hvað ég var að fá fallega peysu!“ Og bætir við: ,Af hverju fær þú þér aldrei nýja peysu?“ - jafnvel þótt maður sé í nýrri. Við krakka, sem láta svona, vil ég segja: „Þið þurfið ekki að slökkva á kerti krakkans við hliðina á ykkur til þess að ykkar Ijós skíni betur.“ Við krakka, sem lenda í þessu, segi ég: „Missið ekki vonina." Vongóð. ÖMURLEG OG GAMALDAGS Æskufólk! Mig langartil að kvarta yfir því hvað þið eruð stundum ömurleg og gamaldags í tilsvörum. Þegar krakkar og unglingar eru að senda vísur í Æskupóstinn svarið þið t.d. oft á þessa leið: Vísan var ágætlega rímuð og falleg en á íslandi eru gerðar kröfur um stuðla og höfuðstafi (hvað sem það nú er). Haldið þið virkilega að krakkar, sem eru að yrkja, pæli í því? Ég held að fæstir viti hvað stuðlar eru. í framhaldi af því vil ég að þið reynið að skilja hvernig unglingar hugsa og veljið efnið með tilliti til þess. Stundum mætti halda að blaðið væri ætlað aldurshópnum 50-70 ára. Monsa. Svar: Kæra Monsa! Ég renndi augum yfir Æskupóstinn síðastliðin fjögur ár til acI rifja upp hvað sagt hefur verið um Ijóð og vísur. Langflestar vísur hafa verið birtarán athugasemda en í 5. tbl. 1990 sá ég svar sem er líkt orðað og þú nefnir. Þó ekki eins. í tveimur af þessum fjörutíu tölublöðum hef ég nefnt hvernig breyta má vísu til að bragreglum sé fylgt, í einu hef ég tekið fram að vísu hafi verið ofurlítið breytt til þess að hún væri í réttum hljóðstöfum (af því að hún var nánast alveg rétt ort). Bragfræði hefur löngum verið kennd í skólum. En líklega hafa fáir lesendur blaðsins fengið þá fræðslu. Okkur hefur þótt rétt að nefna að bragreglur eru til og einu sinni hef ég leiðbeint um vísnagerð í fáum orðum (- 7. tbl. 1988, bls. 6). Rím er hluti bragreglna og flestar vísur, sem við fáum sendar, eru rimaðar. Ég er alveg sammála þér um að gæta ber þess að særa ekki þann sem svarað er. Það vil ég allra síst gera. Vísurnar, sem birtust í 5. tbl. 1990, voru frá telpu sem átti heima í Noregi. Mér fannst hún yrkja góðar vísur að þeim hætti sem þar er gert. Það tók ég fram. En jafnframt vildi ég minna lesendur á stuðlana sem eru einkenni íslensku stökunnar. Ég vona að hún hafi ekki misskilið það. Svarið var þannig: „Þakka þér fyrir vísurnar! Þær eru liprar og rétt rímaðar. í Noregi nægir það til að vísa kallist rétt kveðin. Á íslandi eru einnig gerðar kröfur um stuðla eins og áður hefur verið minnt á.“ Efni Æskunnar er að miklu leyti valið eftir ábendingum lesenda. Ótal bréf bera vitni um að lesendur eru ánægðir með efnið. Nokkur bréf sýna okkur hins vegar að sendanda mislíkar eitthvað. Við reynum að bæta úr þvi ef hann bendir á ákveðin atriði og okkur finnst hann færa rök fyrir máli sínu. Það berum við gjarna undir börn og unglinga. Þökk fyrir bréfin! Munið að undirrita þau með réttu nafni. Við birtum dulnefni sé þess óskað. FINNST... ég tel... ég vil... 2 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.