Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 16

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 16
EMIL ER ENGINN PRAKKARI! afið þið iesið bókina um Emil f Kattholti? Aníta: „Já, ég hef les- ið fyrstu bókina um Emil.“ Álfrún: „Ég hef líka lesið hana.“ Sturla: „Nei, ég hef ekki lesið hana en ég hef hlustað á sögurnar af spól- um. Það eru tvær spólur sem Bessi Bjarnason hefur lesið bækurnar um Emil í Kattholti inn á.“ Jóhann: „Já, ég hef lesið bókina.“ - Hvernig leist ykkur þá á þær persónur sem þið eruð að leika núna? „Mjög vel,“ segja þau öll. Aníta: „Ég var mjög hissa þegar ég leit í bókina sem ég á um Emil í Kattholti og sá að ída var bara tveggja ára!“ Álfrún: „Mér fannst ída mjög sniðug persóna." Jóhann: „Mér fannst Emil mjög skemmtilegur prakkari." Sturla: „Nei, hann er enginn prakkari! Hann er bara að reyna að gera góðverk en er alltaf misskilinn og þá gerir hann skammarstrik ó- vart. Hann er mjög uppátektarsam- ur.“ Jóhann: „Já, hann er uppátektar- samur, t.d. þegar hann dregur ídu upp í fánastöngina." Sturla: „Hann meinar ekkert illt með því. Hann vill bara leyfa ídu að sjá Maríulönd." - Hafa komið einhver fyndin mistök fyrir á æfingum? Sturla: „Já, oft. Til dæmis kom það fyrir á einni æfingu að ég gleymdi að setja byssuna mína (Em- ils) inn í smíðaskemmuna. Svo, seinna á æfingunni, átti einhver að Ogíhvert skipti sem hann er lokaður inni í smíðaskemmunni tálgar hann einn spýtukarl og núna eru þeir orðnir yíir 200! segja við Emil: „Nei, þarna er þá byssan þín,“ og halda á byssunni. En byssan var ekki í smíðaskemm- unni svo að hann tók hamar og sagði: „Nei, þarna er þá byssan þín!“ Aníta: „Já, það koma stundum mis- tök fyrir. Um daginn var handritinu fyrir ídu breytt. Ég átti að labba ein- hverja leið um sviðið en ég ruglað- ist og gekk allt aðra leið.“ Jóhann: „Ég gerði líka mistök með byssuna eins og Sturla. Ég átti að hlaupa út úr húsinu og í smíða- skemmuna og ég átti ekki að halda á byssunni en ég hljóp út með hana í höndunum." EMIIIIIIL!!!!! tlið þið að verða leikarar í framtíð- inni? „Já,“ segir Álfrún en Jóhann seg- ir: “Nei, ég stefni ekki sérstaklega að því. Mig langar frekar til að verða söngvari." Sturla: „Ég ætla að verða vísinda- maður, jarðfræðingur, veðurfræð- ingur, dýralæknir, hestamaður og leikari!!! Mig langar til að vinna við allt þetta í einu!“ Aníta: „Já, kannski. Ég er ekki al- veg viss.“ - Viljið þið segja í stuttu máli frá leikritinu... Aníta: „Þetta leikrit fjallar um prakkara sem ..." Sturla: „Nei, þetta fjallar ekki um neinn prakkara. Hann er enginn prakkari! Þetta er um 7 ára pjakk...“ Jóhann: ,,..sem hengir ídu upp í flaggstöng og svo framvegis ...“ Sturla: „Þetta er um 7 ára uppá- tektarsaman strák í Smálöndum í Svíþjóð." Álfrún: „Alltaf þegar Emil er bú- inn að gera eitthvað af sér þá garg- ar pabbi hans: „Emiiiiil!!!!!!!“ og lok- ar hann inni í smíðaskemmunni." Aníta: „Og í hvert skipti sem hann er lokaður inni í smíðaskemmunni tálgar hann einn spýtukarl og núna eru þeir orðniryfir 200!“ - Hverjir leika á móti ykkur? Bessi Bjarnason, Margrét Guð- mundsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Helga Backmann, Randver Þorláks- son, Gísli Alfreðsson, Bríet Héðins- dóttir, Bryndfs Pétursdóttir, Þór Júl- 7 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.