Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1992, Qupperneq 16

Æskan - 01.01.1992, Qupperneq 16
EMIL ER ENGINN PRAKKARI! afið þið iesið bókina um Emil f Kattholti? Aníta: „Já, ég hef les- ið fyrstu bókina um Emil.“ Álfrún: „Ég hef líka lesið hana.“ Sturla: „Nei, ég hef ekki lesið hana en ég hef hlustað á sögurnar af spól- um. Það eru tvær spólur sem Bessi Bjarnason hefur lesið bækurnar um Emil í Kattholti inn á.“ Jóhann: „Já, ég hef lesið bókina.“ - Hvernig leist ykkur þá á þær persónur sem þið eruð að leika núna? „Mjög vel,“ segja þau öll. Aníta: „Ég var mjög hissa þegar ég leit í bókina sem ég á um Emil í Kattholti og sá að ída var bara tveggja ára!“ Álfrún: „Mér fannst ída mjög sniðug persóna." Jóhann: „Mér fannst Emil mjög skemmtilegur prakkari." Sturla: „Nei, hann er enginn prakkari! Hann er bara að reyna að gera góðverk en er alltaf misskilinn og þá gerir hann skammarstrik ó- vart. Hann er mjög uppátektarsam- ur.“ Jóhann: „Já, hann er uppátektar- samur, t.d. þegar hann dregur ídu upp í fánastöngina." Sturla: „Hann meinar ekkert illt með því. Hann vill bara leyfa ídu að sjá Maríulönd." - Hafa komið einhver fyndin mistök fyrir á æfingum? Sturla: „Já, oft. Til dæmis kom það fyrir á einni æfingu að ég gleymdi að setja byssuna mína (Em- ils) inn í smíðaskemmuna. Svo, seinna á æfingunni, átti einhver að Ogíhvert skipti sem hann er lokaður inni í smíðaskemmunni tálgar hann einn spýtukarl og núna eru þeir orðnir yíir 200! segja við Emil: „Nei, þarna er þá byssan þín,“ og halda á byssunni. En byssan var ekki í smíðaskemm- unni svo að hann tók hamar og sagði: „Nei, þarna er þá byssan þín!“ Aníta: „Já, það koma stundum mis- tök fyrir. Um daginn var handritinu fyrir ídu breytt. Ég átti að labba ein- hverja leið um sviðið en ég ruglað- ist og gekk allt aðra leið.“ Jóhann: „Ég gerði líka mistök með byssuna eins og Sturla. Ég átti að hlaupa út úr húsinu og í smíða- skemmuna og ég átti ekki að halda á byssunni en ég hljóp út með hana í höndunum." EMIIIIIIL!!!!! tlið þið að verða leikarar í framtíð- inni? „Já,“ segir Álfrún en Jóhann seg- ir: “Nei, ég stefni ekki sérstaklega að því. Mig langar frekar til að verða söngvari." Sturla: „Ég ætla að verða vísinda- maður, jarðfræðingur, veðurfræð- ingur, dýralæknir, hestamaður og leikari!!! Mig langar til að vinna við allt þetta í einu!“ Aníta: „Já, kannski. Ég er ekki al- veg viss.“ - Viljið þið segja í stuttu máli frá leikritinu... Aníta: „Þetta leikrit fjallar um prakkara sem ..." Sturla: „Nei, þetta fjallar ekki um neinn prakkara. Hann er enginn prakkari! Þetta er um 7 ára pjakk...“ Jóhann: ,,..sem hengir ídu upp í flaggstöng og svo framvegis ...“ Sturla: „Þetta er um 7 ára uppá- tektarsaman strák í Smálöndum í Svíþjóð." Álfrún: „Alltaf þegar Emil er bú- inn að gera eitthvað af sér þá garg- ar pabbi hans: „Emiiiiil!!!!!!!“ og lok- ar hann inni í smíðaskemmunni." Aníta: „Og í hvert skipti sem hann er lokaður inni í smíðaskemmunni tálgar hann einn spýtukarl og núna eru þeir orðniryfir 200!“ - Hverjir leika á móti ykkur? Bessi Bjarnason, Margrét Guð- mundsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Helga Backmann, Randver Þorláks- son, Gísli Alfreðsson, Bríet Héðins- dóttir, Bryndfs Pétursdóttir, Þór Júl- 7 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.