Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 14
„ Voniim aí Ml í Kattholti mði sfndur lengi!”
Leikarar í leikritinu „Emil í Kattholti” í viðtali við Æskuna.
Texti: Elísabet Elín Myndir: Odd Stefán
m þessar mundir er leikritid „Emil í Kattholti" á fjölum Þjóð-
ieikhússins. Fjórir krakkar á aldrinum 9-11 ára skiptast á
um að leika aðalhlutverkin, Emil og systurhans, ídu. Þau eru:
Álfrún Helga Örnólfsdóttir 10 ára, Aníta Briem Gunnlaugs-
dóttir 9 ára, Sturla Sighvatsson 10 ára og Jóhann Ari Lárusson 11 ára.
Blaðamaður Æskunnar hitti ungu leikarana og þeir voru langt frá því
að vera feimnir. Ég spurði þá fyrst hvort þeir hefðu leikið áður:
Ifrún: „Já, ég lék í Ovit-
um og Söngvaseið."
Jóhann, Aníta og Sturla
hafa hins vegar aldrei leikið áður.
- Hvernig atvikaðist að þið
fóruð að leika í Emil í Katt-
holti?
Sturla: „Vinkona mömmu sá aug-
lýsingu í blaði um að það ætti að fara
að prófa stráka í hlutverk Emils í Katt-
holti og hún sagði að ég væri ekta
Emil. Síðan fór ég í prufuna í Þjóð-
leikhúsinu...“
Aníta: „Amma mín sá auglýsingu
um þetta í blaði. Hún spurði mig
hvort ég vildi fara í inntökupróf til að
sækja um hlutverk ídu. Svo fór ég í
prófið."
Jóhann: „Eg er í kór Laugarnes-
kirkju og það kom fólk þangað frá
Þjóðleikhúsinu og valdi nokkra
stráka úrtil að fara í prufu."
- Hvernig fenguð þið þessi
hlutverk?
Aníta: „Við fórum í þessa prufu
fyrir leikritið."
Sturla: „Við áttum að syngja og
lesa tvo kafla úr leikritinu fyrir leik-
stjórann."
Aníta: „Ég þurfti að fara í tvær
prufur."
Sturla: „Ég fór í þrjár. Það var tínt
úr hópnum smám saman. Það voru
rosalega margir krakkar sem voru í
prufu.“
GÁTU LÍTIÐ MÆTT í
SKÓLANN ...
egar ég spyr hins vegar
hvort prófið hafi verið
erfitt segja þau öll nei,
næstum því í kór.
- Hvað stóðu æfingar lengi?
„Það var byrjað að æfa í byrjun
desember og æft stíft fram að frum-
sýningu.“
- Hvað var æfingatíminn lang-
ur?
„Það var æft frá tíu til fjögur á
hverjum degi nema um helgar. En
þeim tíma var skipt milli okkar svo
að við gætum farið í skólann."
- Hafa æfingar bitnað á nám-
inu?
„Já,“ segja þau öll.
Sturla: „Ég hef ekkert farið í skól-
ann síðustu þrjár vikur.“
Aníta: „Ég hef ekkert farið í skól-
14 Æ S K A N