Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 24

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 24
Af hverju er Sigurður orðinn svona ellilegur? Hann hefur lagt afar hart að sér við vinnu til að konan hans hafi efni á að vera ungleg... Maður nokkur var eitt sinn á ferð í Egyptalandi og leigði sér úlf- alda. Eigandi dýrsins sagði hon- um að segja úff! þegar úlfaldinn ætti að fara af stað en amen þeg- ar hann vildi stöðva hann. Allt gekk vel í fyrstu. En mann- inum brá í brún þegar hann nálg- aðist gjá. Hann hafði gleymt hvern- ig átti að stöðva úlfaldann. Hann óttaðist um líf sitt og fór að biðja Faðir vor. Þegar hann sagði amen nam úlfaldinn staðar. Þá voru þeir komnir á gjárbarminn. Maðurinn vargaði öndinni léttar og sagði: Úff... Kýrin Skjalda var á beit á björt- um sumardegi. Þá kom nautið Skjöldur með stóran hanska og spurði: - Ekki vænti ég að þú hafir týnt brjóstahaldaranum þínum, kýr mín góð? - Þrír kunningjar tóku tal sam- an. Sá fyrsti sagði: - Mér fannst mjög einkennilegt að kona mín skyldi eignast tvíbura í fyrra - stuttu eftir að hún las bók- ina, Tvö börn. - Heyrðu nú! sagði annar. - Þetta er ótrúlegt. Konan mín las um Skytturnar þrjár og nokkrum vikum seinna eignaðist hún þrí- bura! - Ég trúi þessu ekki! hrópaði hinn þriðji. Hvað á ég að gera? Konan mín er að lesa Alí Baba og ræningjana fjörutfu ... - Mamma! Fæddist ég um miðja nótt? - Já, elskan mín. - Þá hef ég vakið ykkur öll ...I Presturinn: Hvað gerist ef þú brýtur eitt af boðorðunum tíu? Fermingardrengur: Þá eru bara níu eftir. - Þú verður að afsaka, sagði kona nokkur við mann einn, - en ég fæ ekki orða bundist. Þú hefur stærstu eyru sem ég hef nokkurn tíma séð! - Já, þú segir nokkuð! Ef við legðum saman - ég með eyrun og þú með takmarkað vit - yrði úr því hreinræktaður asni! - Ég er svo hrædd í þrumu- veðri. Mér verður alltaf hugsað til þess að eldingu slái hér niður. - Þú þarft ekki að vera hrædd við það. Leggstu undir rúmið með sveskju í munninum og tann- stöngul milli stóru táar og þeirrar næst stærstu ... - Ha? Er það gott ráð? - Já! Hefur þú heyrt um nokkurn sem elding hefur lostið - þar sem hann lá undir rúmi með sveskju í munni og tannstöngul milli tánna? Kennarinn: Hvað er átt við þeg- ar talað er um fullvaxið fólk? Nemandi: Manneskju sem er hætt að vaxa til endanna en held- ur áfram að vaxa um miðjuna ... - Mamma! Ég felldi stigann sem stóð upp við húsið ... - Það er allt í lagi. Pabbi þinn reisir hann við. - Hann getur það ekki. Hann hangir í þakrennunni... - Pabbi, geta kindur eignast börn? - Já, já. - En skrýtið! Ég hélt að þær bæru bara lömbum ... Heyrst hefur að Hafnfirðingur nokkur (- sumir halda að það hafi verið Akureyringur...) hafi keypt jarðarskika á Svalbarða. Hann hafði í hyggju að rækta frosið grænmeti... I húsi nokkru var dimmur, dimmur gangur. Gamall stigi var þaðan upp á loft. Þar var enn dimmra. Hún heyrði gengið harka- lega og hratt um ganginn. Hún heyrði braka í stiganum - ískra í handfanginu - marra í hurðinni - og rödd, litla, mjóa titrandi rödd, segja: - Ég þarf að pissa, mamma ... Ung, feimnisleg stúlka rétti af- greiðslukonu á pósthúsi bréf. Konan: Það er hvorki nafn né heimilisfang á umslaginu ... Stúlkan: Þú gabbar mig ekki til að segja hvað hann heitir... Hún: Ég er orðin alveg dauð- þreytt á þér! Hann: Mér? Ég hef ekki sagt eitt einasta orð í allt kvöld ... - Ég verð að segja að ég hef fengið betra buff en þetta, þjónn! - Það getur verið. En ekki hér... - Pabbi, hvað er umhyggja? - Dálítið sem fólk vill gjarna að aðrir sýni... Bjössi fór út að leika sér. Eftir nokkra stund kallaði mamma hans: - Þú verður að koma inn, Bjössi! - Af hverju? - Af því að við erum að fara út... - Pabbi, hvernig hefjast stríð? spurði Óskar. - Ja, ef íslendingar og Færey- ingar yrðu ósáttir... - Hvaða vitleysa, sagði mamma Óskars. íslendingar og Færeyingar berðust aldrei hverjir við aðra! - Það er annað mál, sagði fað- ir Óskars móðgaður. Ég tók þetta bara sem dæmi. - Já, en þú villir um fyrir barn- inu! - Þú þarft ekki að segja mér hvernig ég á að fræða barnið! æpti faðirinn. - Öskraðu ekki svona á mig, dóninn þinn, kallaði móðirin. - Þið þurfið ekki að segja meira, sagði Óskar. Nú skil ég hvernig stríð byrja... 2 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.