Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 23
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Fram, tekur Iríkast í úrslitaleik Fram og
ÍR (4-1) - þegar tvær sekúndur eru til leiksloka.
Þessir krakkar hlutu verðlaun fyrir góða Irammistöðu sem ein-
staklingar.
„ERFITT AÐ TAPA
SVONA NAUMT”
Arnar F. Theódórsson fyrirliði
A-liðs 6. flokks FH var frekar
vonsvikinn eftir tapið gegn
Val:
„Það er gremjulegt að tapa í úr-
slitaleik með aðeins eins marks mun.
Við urðum fyrir miklum vonbrigð-
um. Við byrjuðum vel en Valsarar
voru betri og áttu skilið að vinna.
Mérfannst mjög óréttlátt að einum
Valsstrákanna skyldi vera vikið af
leikvelli. Ég skil það ekki,” sagði Arn-
ar.
„ÉG VAR BARA
„I STUÐI””
Ingibjörg Jóhannesdóttir 11
ára Framari gerði öll fjögur
mörk liðs síns í úrslitaleikn-
um gegn ÍR!
Ingibjörg Jóhannsdóttir tyrirliði A-liðs
Fram
HANDKNATTLEIK
„Ég er alveg í skýjunum yfir þess-
um sigri. Framliðið er mjög jafngott
og það réð úrslitum. Allar stelpurnar
geta skorað mörk. Það kom bara í
minn hlut núna. Erfiðustu leikirnir voru
gegn ÍBV og FH. Jafntefli varð í leikn-
um við ÍBV en gegn FH unnum við
með einu marki eftir mjög harðan leik.”
„VIÐ GERÐUM EINS OG
VIÐ GÁTUM”
Valsstrákarnir sigruðu íkeppni A-liða.
Sigurlið Fram í 5. flokki stelpna, A-liði.
Svavar Ólafur Pétursson 10
ára er fyrirliði B-liðs 6. flokks
FH sem sigraði Stjörnuna í úr-
slitaleik, 6-3.
„Mér kom dálítið á óvart að við
skyldum vinna þá og sérstaklega
hvað munurinn var mikill. Þjálfar-
arnir sögðu við okkur fyrir leikinn að
það væri bara undir okkur komið
hvort við ynnum eða töpuðum. Við
gerðum eins og við gátum og okk-
ur tókst að vinna. Það var alveg stór-
kostlegt,” sagði Svavar.
STRÁKA
OG
STELPNA
„SIGGI ER FRÁBÆR
ÞJALFARI”
Arnar Huldar Sveinbjörnsson
fyrirliði A-liðs Fjölnis sagði að
þeir æfðu þrisvar f viku og að
Sigurður Kjartansson væri frá-
bær þjálfari.
„Það er svakalegur áhugi á hand-
bolta og fótboita í Fjölni. Mér finnst
mjög gott að vera í félaginu. Það er
örugglega besta félagið.”
Myndir og texti:
Halldór Halldórsson.
Æ S K A N 2 3