Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 55
streitu milli þess að vera barn
og unglingur.
BYRJUNAREINKENNI
Elsku hjartans Nanna
Kolbrún!
Ég hef áhyggjur af þyngdinni
og fleiru. Ég leita til þín af því að
ég veit ekki hvert annað ég á að
snúa mér.
1. Mér finnst ég allt of þung. Ég
er 52 kg, 160 sm á hæð. Ég er dá-
lítið stórbeinótt, með þykka húð.
Kvöld eitt, þegar ég var hjá fólki
sem ég gisti hjá meðan mamma
og pabbi voru í útlöndum, varð ég
fyrir mikilli móðgun. Þetta var
kvöldið sem mamma og pabbi
komu heim. Við sátum þarna sam-
an. Ég var nýkomin úr sjoppu með
tyggigúmmí. Þá sagði pabbi:
„Þetta gengur ekki lengur! Þú
verður að hætta að borða svona
mikið. Þú ert orðin spikfeit!"
Ég tárfelldi og hljóp í burtu. Ég
veit að hann gerði þetta bara af því
að honum þykir vænt um mig. En
það er óþarfi fyrir framan margt
fólk. Ég meina það!
2. Ég er með mikið af ógeðs-
legum fílapenslum, bólum og kýi-
um. Ég hef fengið mig fullsadda!
Ég borða lítið af sælgæti því að ég
er að reyna að „þynnast"! Ég fæ
mér sælgæti kannski einu sinni í
viku, mjög sjaldan tvisvar. Ég
borða mig aldrei fullsadda.
3. Ég naga neglurnar. Ég get
bara alls ekki hætt því!
4. Ég er dálítið feimin. Ég er t.d.
búin að ákveða að segja mömmu
ekki að blæðingar séu byrjaðar. Ég
þori það ekki.
Hvað lestu úr skriftinni?
Hvað er ég gömul?
Sú með vandamál
Svar:
Öll þessi fjögur vandamál
sem þú nefnir hafa einn sam-
nefnara: Byrjunareinkenni
gelgjustigsins. Þú ert óörugg og
viðkvæm gagnvart foreldrum
þínum og því sem þau segja. Þú
nagar neglurnar og hefur hugs-
að þér að halda leyndum ofur
eðlilegum einkennum um
þroska, blæðingunum. Allt þetta
veldur þér streitu og neikvæðri
spennu. Það getur verið orsök
þess að þú nagar neglur.
Reyndu að líta raunsætt á
málin og sætta þig við þær
breytingar sem fara í hönd. Þú
virðist þroskast eðlilega og
þyngdin er ekki tiltökumál fyrir
stórbeinótta stúlku sem er enn
þá að vaxa. Kannski er vöxtur
þinn að breytast frá því að vera
telpulegur til þess að verða
kvenlegur. Athugasemd pabba
þíns gæti átt rót að rekja til þess.
Ræddu við skólahjúkrunar-
fræðing um áhyggjur þínar af
húðinni. Þú þarft líka að ræða í
trúnaði við einhvern fullorðinn
um líðan þína og hvers þú mátt
vænta á unglingsárum. Pabbi
þinn og mamma gera sér
kannski ekki grein fyrir því hve
viðkvæm þú ert einmitt núna.
Þess vegna væri best að þú
gætir rætt um þetta við þau, ann-
að þeirra eða þau bæði.
Það er nauðsynlegt að horfa
jákvæðum augum til unglings-
áranna, velja sér góðar fyrir-
myndir og velta fyrir sér hvern-
ig unglingur maður vill vera. Það
er líka gagnlegt að ræða þessa
hluti við jafnaldra eða góða vini.
Opnaðu augun fyrir öllu því
góða sem þú hefur til brunns að
bera og byggðu á því. Það ger-
ist m.a. með þvíað einblína ekki
einungis á það sem þér finnst
miður fara. Gott sjálfstraust á
unglingsárum er mikilvægt fyr-
ir persónuleikann síðar meir.
Skriftin er skýr en virðist bera
vott um að þú sért dálítið óá-
kveðin og kvíðin. Ég giska á að
þú sért tólf ára.
BRÓÐURVANDI
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég er í dálitlum vandræðum.
Bróðir minn er alltaf að berja mig.
Ég er ellefu en hann er þrettán ára.
Mamma og pabbi vita af því en
virðast ekki ætla að gera neitt til
að breyta þessu. Ég er öll í mar-
blettum og sárum.
Ég hef oft rætt þetta við
mömmu og pabba en þau segja
að þetta sé bara gelgjuskeiðið. En
það er það ekki. Hann byrjaði á
þessu þegar hann var sex ára. Ég
hef þurft að þola þetta í fimm ár.
Nú er hann líka farinn að berja vini
mína. Hann barði strákinn, sem ég
var á föstu með, svo mikið að hann
hætti með mér.
Stundum, þegar enginn er
heima, tek ég upp hnífinn og ætia
að fyrirfara mér. Ég græt mikið af
því að enginn vill leika sér með mér
vegna bróður míns. Allir hræðast
hann. Hann er alltaf að skipa mér
fyrir og stundum öskra ég svo hátt
að mamma skipar mér að fara inn
í herbergið mitt.
Ég hef lesið öll bréf frá krökk-
um með vandamál en það
hjálpar mér ekkert. Hvað
á ég að gera? Ég læt þetta
líka stundum bitna á vinum
mínum.
Ein að gefast upp.
Svar:
Þarna er greinilega um fjöl-
skylduvanda að ræða. Bróðir
þinn stjórnar með harðri hendi.
Foreldrar þínir vona að þetta sé
tímabundið og muni eldast af
honum. Það getur verið rétt að
nokkru leyti. En undir þessum
ofstopa er eflaust öryggisleysi.
Bróðir þinn þarf acI finna að for-
eldrar ykkar setji honum mörk.
Þá er hugsanlegt að hann geti
slakað á og tekið öðruvísi á erf-
iðleikum gelgjuskeiðsins.
Þú ert farin að leiða hugann
að örvætingarfullum leiðum til
að leysa vandann. Það gerist oft
þegar reynt hefur verið að kalla
á hjálp og enginn heyrir eða
engin hjálp berst. Þú hefur skrif-
að bréf til þáttarins og enn reynt
að leita aðstoðar. Það finnst mér
benda til að mikill kraftur sé í
þér og uppgjöf sé þér ekki að
skapi.
Sennilega kemur þetta á-
stand niðurá allri fjölskyldunni.
Mjög óeðlileg samskipti mótast
þegar einstaklingur fer að beita
valdi á þennan hátt. Fjölskyldu-
ráðgjafi getur aðstoðað við að
rjúfa mynstur sem þetta. í fram-
haldi af því lærir fjölskyldan að
breyta samskiptum svo að öll-
um líði betur en áður.
Ég held að nauðsynlegt sé
acI að þið takið á þessu vanda-
máli sem fyrst. Þú getur sýnt for-
eldrum þínum bréfið og svarið
- eða haft samband við Ung-
lingaráðgjöfina í síma 689270 og
fengið aðstoð faglærðs fólks til
þess að ræða við þá.
Þökk fyrir bréfin!
Munið að ég birti
einungis þau bréf sem
sendandi undirritar
með fullu nafni og
heimilisfangi.
Með kærri kveóju,
Nanna Kolbrún.
ÆSKU
Æ S K A N
S 9