Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 37
Vinsælasti íslenski
söngvarinn 1991:
1. Stefán Hilmarsson (Sálin
hans Jóns míns)
2. Bubbi Morthens
3. Daníel Ágúst Haraldsson
(Ný dönsk)
3. Helgi Björnsson (Síðan
skein sól)
Vinsælasta íslenska
hljómsveitin 1991:
1. Sálin hans Jóns míns
2. Todmobile
3.Stjórnin
4. Ný dönsk
Á hæla Ný-danskrar kemur
G.C.D. (Líklega hefur hljómsveit-
in goldið þess að leggjast í vetrar-
dvala á haustdögum og taka ekki
ÚRSLIT í
VINSÆLDA-
VALI LESENDA
ÆSKUNNAR
Miklu færri stig fá þeir sem
næstir koma, þeir Björn Jörundur
(Ný dönsk), Eyþór Arnalds (Tod-
mobile), Bogi Reynisson (Sor-
oricide) og Grétar Örvarsson
(Stjórnin).
Þá liggja fyrir úrslit í vali les-
enda Æskunnar á vinsælustu
dægurmúsíkfyrirbærum ársins
1991. Eins og lofað var voru
atkvæðaseðlar fimm þátttak-
enda dregnir út. Þeir þátttak-
endur fá póstsendan giaðning
frá Æskunni.
Þeim - sem öðrum - þökk-
um við fyrir að taka þátt íþess-
um leik. Nöfn þessara fimm
heppnu eru:
Hugi Guðmundsson (14
ára), Holtsbúð 89, Garðabæ,
Vilhelm Vilhelmsson (11 ára),
Melavegi 9, Hvammstanga,
Benedikt Snorrason (9 ára),
Bleiksárhlíð 37, Eskifirði, Andr-
ea Ævarsdóttir (15 ára), Kirkju-
vegi 7, Óiafsfirði og Heiðrún
Jóhannsdóttir (16 ára), Ytra-
Hvarfi, Dalvík.
ÚRSLITIN I VINSÆLDA-
VALINU ERU ÞESSI:
Vinsælasti íslenski
hljóðfæraieikarinn 1991:
1. Guðmundur Jónsson
(gítarleikari Sálarinnar hans
Jóns míns)
2. Eyþór Arnalds
(sellóleikari Todmobile)
3. Bubbi Morthens (gítar og
munnharpa)
3. Einar Bragi (saxófónleik-
ari Stjórnarinnar)
í kjölfar þeirra sigla Þorvaldur
B. Þorvaldsson (gítarleikari Tod-
mobile), Bjöm Jónsson (bassaleik-
ari Nýrrar danskrar) og sigurveg-
ari ársins 1990, Jón Ólafsson
(hljómborðsleikari Ný danskrar).
þátt í jólaþlötuflóðinu), Síðan skein
sól og Sororicide.
Með einum atkvæðaseðli fylgdi
þessi spurning:
„Hvort telst Sororicide vera ís-
lensk eða erlend hljómsveit þegar
þeir syngja allt á ensku?“
Svar: íslensk hljómsveit er ís-
lensk á hvaða tungumáli sem hún
syngur.
Vinsælasta íslenska
söngkonan 1991:
1. Andrea Gylfadóttir (Tod-
mobile, Vinir Dóra, Blússveit
Andreu)
2. Sigríður Beinteinsdóttir
(Stjórnin, „Stóru börnin leika
sér“)
3. Ragnhildur Gísiadóttir
(Stuðmenn)
Vinsældir Andreu og Sigríðar
eru margfaldar á við vinsældir ann-
arra söngkvenna. Næstar í röðinni
eru Anna Mjöll Ólafsdóttir, Rut
Reginalds og Björk Guðmunds-
dóttir.
Vinsælasta íslenska
hljómplatan 1991:
1. „Sálin hans Jóns míns“
með samnefndri hljómsveit
2. -3. „Deluxe“ með Ný
danskri
og „Opera“ með Todmobile
4. „Tvö líf“ með Stjórninni
Rétt er að geta þess að platan
„Kirsuber“ með Nýrri danskri tog-
aðist á um stig við „Deluxe“. Á móti
kemur að „Operu“plata Todmobiles
kom á markað um svipað leyti og
fyrstu atkvæðaseðlar í þessu vin-
sældavali fóru að berast Æskunni.
Vinsælasta erlenda
hljómsveitin 1991:
1.-2. New Kids On The Block
og Guns N’Roses
3. Metallica
Þar á eftir koma Roxette, U2,
Poison, A-Ha, Simply Red og Skid
Row.
Vinsælasta erlenda
poppstjarnan 1991:
1. Bryan Adams
2. Madonna
3. William Axl Rose (söngv-
ari Guns N' Roses)
Fáum stigum munaði á William
og Michael Jackson.
Síðan koma Sebastian Bach
(söngvari Skid Row), James Hat-
field (söngvari Metallicu), Mariah
Carey, Lars Ulrick (trymbill Metall-
icu) og Sinéad O’Connor.