Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 52
Umsjón: Oskar Ingimarsson
Matterhorn
Alparnir eru geysimikill fjall-
garður sem liggur um suður-
hluta Mið-Evrópu,vestan frá
Frakklandi, um stóran hluta
Sviss, inn í Austurríki og suð-
urhéruð Þýskalands. Lengdin
er frá 750 til 1300 kílómetrar,
eftir því hvort miðað er við
suður- eða norðurjaðarinn, og
breiddin 130-240 kílómetrar.
Flatarmálið er um 220.000 fer-
kílómetrar eða eins og tvöföld
stærð íslands.
jöllin eru ekki aðeins orðin til
við fellingar í jarðskorpunni
heldur hafa berglög líka
raskast svo að þau eldri hafa
lagst yfir þau yngri. Ölpunum er skipt í
marga hluta sem oft eru kenndir við þau
svæði þar sem þeir liggja en of langt mál
yrði að fara út í þá skiptingu hér. Ótal dal-
ir liggja um fjöllin og víða eru myndarleg-
ir jöklar. Merkilegt er að sjá einstaka kletta-
dranga sem minna á píramída að lögun.
Þann svip ber einmitt fjallið sem hér
verður sagt frá og er af mörgum talið það
fegursta í Ölpunum - Matterhorn. Það heit-
ir fullu nafni Zermatter Horn á þýsku en
Mont Cervin á frönsku og Monte Cervino
á ítölsku. Bæði síðast töldu nöfnin merkja
hjartardýr en ekki er vitað hvers vegna fjall-
ið er kennt við þau. Ein skýringin er sú að
það gnæfi yfir umhverfið eins og horn á
stórum hirti.
Matterhorn er í Wallisölpunum rétt við
landamæri Sviss og Ítalíu og er 4482 metr-
ar á hæð. Það á tvö myndarleg fjöll að ná-
grönnum: Dent Blanche (4364 m) og
Weisshorn (4512 m).
Fjallið er úr gneisi sem er ummynduð
kristölluð bergtegund, með þeim elstu á
jörðinni og ekki til hér á landi.
Matterhorn var lengi vel talið ókleift og
enginn tindur í Ölpunum hefur krafist meiri
mannfórna. Englendingurinn Edward
Whymper (1840-1911) varð fyrstur til að
ganga á tindinn 14. júlí 1865. í fylgd með
honum voru Douglas lávarður, Charles
Hudson, Hadow og tveir leiðsögumenn. Á
niðurleið hlekktist þeim á og þrír fórust en
Whymper og leiðsögumennirnir komust af.
Síðan hefur Matterhorn margoft verið
klifið og íslendingar hafa ekki látið sitt eft-
ir liggja. Þetta er þó erfið fjallganga enn
þann dag í dag þrátt fyrir betri útbúnað en
fyrr. Venjulega er farið upp frá smábænum
Zermatt. Hann stendur við rætur fjallsins í
1620 metra hæð og er mjög eftirsóttur
ferðamannastaður. Öll bílaumferð er bönn-
uð þar og allt gert til að raska sem minnst
friðsæld umhverfisins.
5 6 Æ S K A N