Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 52

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 52
Umsjón: Oskar Ingimarsson Matterhorn Alparnir eru geysimikill fjall- garður sem liggur um suður- hluta Mið-Evrópu,vestan frá Frakklandi, um stóran hluta Sviss, inn í Austurríki og suð- urhéruð Þýskalands. Lengdin er frá 750 til 1300 kílómetrar, eftir því hvort miðað er við suður- eða norðurjaðarinn, og breiddin 130-240 kílómetrar. Flatarmálið er um 220.000 fer- kílómetrar eða eins og tvöföld stærð íslands. jöllin eru ekki aðeins orðin til við fellingar í jarðskorpunni heldur hafa berglög líka raskast svo að þau eldri hafa lagst yfir þau yngri. Ölpunum er skipt í marga hluta sem oft eru kenndir við þau svæði þar sem þeir liggja en of langt mál yrði að fara út í þá skiptingu hér. Ótal dal- ir liggja um fjöllin og víða eru myndarleg- ir jöklar. Merkilegt er að sjá einstaka kletta- dranga sem minna á píramída að lögun. Þann svip ber einmitt fjallið sem hér verður sagt frá og er af mörgum talið það fegursta í Ölpunum - Matterhorn. Það heit- ir fullu nafni Zermatter Horn á þýsku en Mont Cervin á frönsku og Monte Cervino á ítölsku. Bæði síðast töldu nöfnin merkja hjartardýr en ekki er vitað hvers vegna fjall- ið er kennt við þau. Ein skýringin er sú að það gnæfi yfir umhverfið eins og horn á stórum hirti. Matterhorn er í Wallisölpunum rétt við landamæri Sviss og Ítalíu og er 4482 metr- ar á hæð. Það á tvö myndarleg fjöll að ná- grönnum: Dent Blanche (4364 m) og Weisshorn (4512 m). Fjallið er úr gneisi sem er ummynduð kristölluð bergtegund, með þeim elstu á jörðinni og ekki til hér á landi. Matterhorn var lengi vel talið ókleift og enginn tindur í Ölpunum hefur krafist meiri mannfórna. Englendingurinn Edward Whymper (1840-1911) varð fyrstur til að ganga á tindinn 14. júlí 1865. í fylgd með honum voru Douglas lávarður, Charles Hudson, Hadow og tveir leiðsögumenn. Á niðurleið hlekktist þeim á og þrír fórust en Whymper og leiðsögumennirnir komust af. Síðan hefur Matterhorn margoft verið klifið og íslendingar hafa ekki látið sitt eft- ir liggja. Þetta er þó erfið fjallganga enn þann dag í dag þrátt fyrir betri útbúnað en fyrr. Venjulega er farið upp frá smábænum Zermatt. Hann stendur við rætur fjallsins í 1620 metra hæð og er mjög eftirsóttur ferðamannastaður. Öll bílaumferð er bönn- uð þar og allt gert til að raska sem minnst friðsæld umhverfisins. 5 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.