Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 17
íusson, Erling Þorsteinsson." - Þið hafið öll áhuga á tónlist. Hverjar eru eftirlætishljóm- sveitir ykkar eða söngvarar? Sturla: „Eftirlætishljómsveitin mín er Dire Straits." Aníta: „Ég er hrifnust af GCD.“ Álfrún: „Ég á enga eftirlætishljóm- sveit." Jóhann: „Þér finnst það kannski skrýtið en ég dái mest Pavarotti óp- erusöngvara." HÉLDUAÐÞAU YRÐU EKKIVALINIHLUTVERKIN Er eitthvert hlutverk sem þið mynduð vilja leika íframtíöinni, draumahlutverk? Nei," segja Aníta, Jóhann og Álf- rún. Sturla: „Mig hefur nú alltaf lang- að til að leika Emil! Mér var bent á að það ætti að fara að prófa stráka í hlutverk Emils svo að ég fór í pruf- una. Ég var viss um að ég ætti enga möguleika en svo hringdi leikstjórinn í mig og sagði að ég hefði verið val- inn úr hópi 10 stráka. Svo þurfti að velja tvo úr þeim hóp og ég var ann- ar.“ Aníta: „Já, það voru 200-300 krakkar í prufunni. Ég var alveg viss um að verða ekki valin." Sturla: „Vesalings leikstjórinn að þurfa að prófa svona marga.“ - Hver voru viðbrögð ykkar þegar þið vissuð að þið hefð- uð fengið hlutverkin? Aníta: „Ég hoppaði út um alla íbúð, fór svo út og skellti á eftir mér hurðinni og fór til vinkonu minnar til að segja henni frá þessu.“ Álfrún: „Það voru svo rosalega margar stelpur í prufunni að ég var viss um að komast ekki að. Mig langaði rosalega til að leika í leikrit- inu.“ Sturla: „Ég dansaði um gólfið og setti sjónvarpið í botn.“ Jóhann: „Ég man ekki hvað ég gerði.“ - Hvenær fenguð þið að vita þetta? Álfrún: „Leikstjórinn hringdi í okk- ur þremur vikum eftir fyrsta prófið og bað okkur að koma í annað próf. Ég hélt að ég hefði ekki komist á- fram því að hann hafði ekki hringt í þrjár vikur.“ Aníta: „Ég hélt að hann hefði gleymt að hringja því að hann sagð- ist myndu hringja í okkur til að láta okkur vita. Þá var ég alveg viss um að ég hefði ekki verið valin.“ Sturla: „Ég hélt líka að hann hefði gleymt að hringja í mig. Ég var alveg viss um að ég hefði ekki einu sinni verið einn af þeim hundrað sem hefði komist áfram. Ég fékk að vita 1. des- ember að ég myndi leika Emil." Aníta: „Þegar var hringt í mig frá Þjóðleikhúsinu og ég beðin um að koma í aðra prufu þá fékk ég í mag- ann af eftirvæntingu." Jóhann: „Þegar ég var valinn úr hópi nokkurra sem héldu áfram þá hugsaði ég: Kannski tekst þetta, kannski tekst þetta..." Síðan var ég beðinn að koma í þriðju prufuna. Þá hugsaði ég: „Þetta tekst, þetta tekst ..." Svo beið ég við símann um kvöldið og svo hringdi hann til að segja mér að ég hefði verið valinn.“ ERU MEÐ „LEIKLISTAR- BAKTERÍUNA“ Eruð þið feimin við að koma fram? „Nei,“ segja þau öll. Jóhann: „Ég hef oft komið fram átónleikum meðtónlistarskólanum svo að ég er ekki lengur feiminn við slíkt. Ég syng oft einsöng á tónleik- um og í kórnum og ég er ekkert taugaóstyrkur." Álfrún: „Ég er ekkert feimin við að koma fram.“ - Hvað finnst ykkur skemmti- legasta atriðið í leikritinu? „Veislan,11 segja Álfrún og Aníta en Sturla segir: „Mérfinnst skemmti- legast að draga ídu upp í fánastöng- ina.“ - Ætlið þið í leiklistarskóla í framtíðinni? Sturla: „Ég hef farið á leiklistar- námskeið í Kramhúsinu. Þarfórum við í leiki, lærðum að tjá okkur og fleira." Álfrún: „Ég ætlatil útlanda í leik- listarskóla." - Eruð þið komin með „leik- listarbakteríuna?" „Já!“ svara þau öll. Álfrún: „Ég held að ég hafi ver- ið með hana alla ævi.“ Sturla: „Þegar ég er að leika t.d. í skólaleikriti, þá finnst mér rosa- lega leiðinlegt ef það eru bara tvær eða þrjár sýningar og langar til að hafa þær miklu fleiri.“ Jóhann: „Já, ef maður er að leika eitthvert skemmtilegt hlut- verk þá vonar maður bara að leik- ritið verði sýnt sem lengst.“ Sturla: „Þá vona ég bara að Emil verði sýndur iengi!“ Æ S K A N 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.