Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1992, Side 17

Æskan - 01.01.1992, Side 17
íusson, Erling Þorsteinsson." - Þið hafið öll áhuga á tónlist. Hverjar eru eftirlætishljóm- sveitir ykkar eða söngvarar? Sturla: „Eftirlætishljómsveitin mín er Dire Straits." Aníta: „Ég er hrifnust af GCD.“ Álfrún: „Ég á enga eftirlætishljóm- sveit." Jóhann: „Þér finnst það kannski skrýtið en ég dái mest Pavarotti óp- erusöngvara." HÉLDUAÐÞAU YRÐU EKKIVALINIHLUTVERKIN Er eitthvert hlutverk sem þið mynduð vilja leika íframtíöinni, draumahlutverk? Nei," segja Aníta, Jóhann og Álf- rún. Sturla: „Mig hefur nú alltaf lang- að til að leika Emil! Mér var bent á að það ætti að fara að prófa stráka í hlutverk Emils svo að ég fór í pruf- una. Ég var viss um að ég ætti enga möguleika en svo hringdi leikstjórinn í mig og sagði að ég hefði verið val- inn úr hópi 10 stráka. Svo þurfti að velja tvo úr þeim hóp og ég var ann- ar.“ Aníta: „Já, það voru 200-300 krakkar í prufunni. Ég var alveg viss um að verða ekki valin." Sturla: „Vesalings leikstjórinn að þurfa að prófa svona marga.“ - Hver voru viðbrögð ykkar þegar þið vissuð að þið hefð- uð fengið hlutverkin? Aníta: „Ég hoppaði út um alla íbúð, fór svo út og skellti á eftir mér hurðinni og fór til vinkonu minnar til að segja henni frá þessu.“ Álfrún: „Það voru svo rosalega margar stelpur í prufunni að ég var viss um að komast ekki að. Mig langaði rosalega til að leika í leikrit- inu.“ Sturla: „Ég dansaði um gólfið og setti sjónvarpið í botn.“ Jóhann: „Ég man ekki hvað ég gerði.“ - Hvenær fenguð þið að vita þetta? Álfrún: „Leikstjórinn hringdi í okk- ur þremur vikum eftir fyrsta prófið og bað okkur að koma í annað próf. Ég hélt að ég hefði ekki komist á- fram því að hann hafði ekki hringt í þrjár vikur.“ Aníta: „Ég hélt að hann hefði gleymt að hringja því að hann sagð- ist myndu hringja í okkur til að láta okkur vita. Þá var ég alveg viss um að ég hefði ekki verið valin.“ Sturla: „Ég hélt líka að hann hefði gleymt að hringja í mig. Ég var alveg viss um að ég hefði ekki einu sinni verið einn af þeim hundrað sem hefði komist áfram. Ég fékk að vita 1. des- ember að ég myndi leika Emil." Aníta: „Þegar var hringt í mig frá Þjóðleikhúsinu og ég beðin um að koma í aðra prufu þá fékk ég í mag- ann af eftirvæntingu." Jóhann: „Þegar ég var valinn úr hópi nokkurra sem héldu áfram þá hugsaði ég: Kannski tekst þetta, kannski tekst þetta..." Síðan var ég beðinn að koma í þriðju prufuna. Þá hugsaði ég: „Þetta tekst, þetta tekst ..." Svo beið ég við símann um kvöldið og svo hringdi hann til að segja mér að ég hefði verið valinn.“ ERU MEÐ „LEIKLISTAR- BAKTERÍUNA“ Eruð þið feimin við að koma fram? „Nei,“ segja þau öll. Jóhann: „Ég hef oft komið fram átónleikum meðtónlistarskólanum svo að ég er ekki lengur feiminn við slíkt. Ég syng oft einsöng á tónleik- um og í kórnum og ég er ekkert taugaóstyrkur." Álfrún: „Ég er ekkert feimin við að koma fram.“ - Hvað finnst ykkur skemmti- legasta atriðið í leikritinu? „Veislan,11 segja Álfrún og Aníta en Sturla segir: „Mérfinnst skemmti- legast að draga ídu upp í fánastöng- ina.“ - Ætlið þið í leiklistarskóla í framtíðinni? Sturla: „Ég hef farið á leiklistar- námskeið í Kramhúsinu. Þarfórum við í leiki, lærðum að tjá okkur og fleira." Álfrún: „Ég ætlatil útlanda í leik- listarskóla." - Eruð þið komin með „leik- listarbakteríuna?" „Já!“ svara þau öll. Álfrún: „Ég held að ég hafi ver- ið með hana alla ævi.“ Sturla: „Þegar ég er að leika t.d. í skólaleikriti, þá finnst mér rosa- lega leiðinlegt ef það eru bara tvær eða þrjár sýningar og langar til að hafa þær miklu fleiri.“ Jóhann: „Já, ef maður er að leika eitthvert skemmtilegt hlut- verk þá vonar maður bara að leik- ritið verði sýnt sem lengst.“ Sturla: „Þá vona ég bara að Emil verði sýndur iengi!“ Æ S K A N 17

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.