Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 50

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 50
ÚTILEGUMENN Sögumaður, ungur dreng- ur á bœnum Selsundi við rœtur Heklu, stendur vörð meðan faðir hans og tveir ungir Þjóðverjar reisa fjárhús. Þetta er á stríðs- árunum. Þjóðverjarnir eru úr hopi vísinda- manna sem höfðu verið að rannsaka Heklusvœð- ið. Nú eru þeir í felum í Bólhelli skammt frá bœn- um - en vilja þó ákafir hjálpa til við vinnu. Eng- ir vita um þá nema sögu- maður og faðir hans ... 5. kafli Tilbreytingarleysi Einhvern veginn hafði tekist aö gera Þjóðverjunum ljóst að þeir yrðu að fara sérstaka feluleið, eins og ég kallaði hana, milli Bólhellisins og fjórhússins. Þeir yrðu alveg sérstak- lega að gæta þess að lóta aldrei sjó sig í nólægð hellisins. Fór ég nú með þeim „lautarleiðina", sem ég einnig kallaði svo, milli þessara tveggja staða. Lagði ég mig allan fram um að gera þeim ljóst hve varlega þeir yrðu að fara. Síðar hefir mér oft orðið hugsað til þess hversu broslegir tilburðir mín- ir hljóta að hafa verið. Hefir þó oft hvarflað að mér að mikið hafi mennimir verið kurteisir að veltast ekki um af hlútri. Sé nónar að gætt sannar þetta mér hversu langt var fró því, og er enn, að ég hafi tekið hlutina í fullri alvöru. Þetta var fyrst og fremst æv- intýri og leikur í huga mér. Ég gekkst upp við þetta allt saman en hrökk þó einstaka sinnum óþægilega við þegar einhver atvik gerðu mér ljóst hvílík alvara var ó feröum ef upp kæmist. Ef til vill myndaðist þarna eitt fyrsta spennutímabil ævi minnar. A nútímamdli yrði þd sagt að ég hefði notið spennunnar með því að gera úr henni þetta stórkostlega æv- intýri, að mér fannst. Það voru tíðindalitlir dagar sem nú fóru í hönd. Ég hélt vöku minni uppi ó hraunnefinu. Pabbi og Þjóð- verjarnir puðuðu hins vegar við að byggja húsið frú morgni til kvölds. Þessu miðaði vel úfram. Þarna kom sér vel hve einstak- lega verklaginn pabbi var. Honum tókst að koma til skila boðunum til Þjóðverjanna um hvernig ótti að gera hvern hlut. Þess vegna skilaði verklagni hans sér aftur í því hvern- ig þeir unnu. Ef hann var ekki ó- nægður með verkið þú varð að taka það niður og laga. Steinn sem ekki fór vel í hleðslu dtti ekki heima í því sæti. Hann mótti nota seinna en hér varb að finna nýjan. Mest varð þetta sýnikennsla en samt sagði hann sí- fellt fró hvernig gera skyldi hvern hlut. Hvort sem þeir skildu orðin sem hann sagði eða ekki þd miðaði verk- inu. Sumt sem hann sagði endur- tóku þeir, verkið lærðu þeir og bmgbu fýrir sig orði og orði á réttum stað og stundum jafnvel svo að varð samhengi úr. Þeim tókst að stinga snidduna upp úr tóftinni og raða upp hnausunum utan hennar. Þeim lærðist líka að velja steina í hleðsl- una, með fallegum fleti, sléttum kanti er snúa skyldi inn í húsið. Loks gútu þeir líka púkkað með fram steinunum, eins og það var kallað, svo að þeir sætu betur í hleðslunni. Mér fannst það stórkostlegur ór- angur að þeim skyldi lærast að gera allt þetta svo vel að pabbi varð d- nægður. Það var í mínum augum mikið afrek. ÚTILEGUMENN Ég hefi ekki lengur minnstu hug- mynd um hversu langan tíma verk- ið tók. Ég minnist þess eins að þó fannst mér taka óratíma að byggja tvö garðahús með hlöðu að baki. Mögulega var það einsemd mín í skorunni uppi ú hraunnefinu sem varb þessa valdandi. Við fórum eldsnemma d morgn- ana, að mér fannst, til vinnunnar. Síðan var það hlutverk mitt að fara upp d hraunnefið og vera ó vakt- inni. Þarna gat ég strax séð ef ein- hver kom yfir Ölduna eða heim þýf- ið meb fram Suðurhrauninu. Þannig dtti ég að aðvara í tíma. Þd myndu Þjóðverjarnir hverfa inn í hraunið en við pabbi fara að dunda okkur við verkið. Eftir morgunmatinn tókum við 5 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.