Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 26

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 26
VESTMAIMNA „ Góður félagsandi í Eyjum ” Spjallað við þrjár stúlkur í barnastúkunni Eyjarós Ingibjörg Lm Ið eiQunn okkur f Á ýmsa drauma varð- J':, andi Draumbæ. Því i má segja að húsið beri nafn með réttu. Við höf- um haldið þar nokkra stúku- fundi og stundum höfum við gist þar. Þarna er kjörið að koma saman til að grilla, fara í gönguferðir og alls konar leiki - og jafnvel í berjamó þegar ber eru. “ Þetta sögðu þær Ragnheiður Rut Georgsdóttir 14 ára, Arnbjörg Harð- ardóttir 13 ára og Ingibjörg Grétars- dóttir 12 ára þegar Æskan talaði við þær úti í Eyjum. Vestmannaeyjabær á húsið Draumbæ sem er dálítið utan við kaupstaðinn en stúkan Eyjarós nr. 82 hefur húsið til afnota. f fyrrasum- ar byrjuðu stúkufélagarnir að mála það að utan og dytta að ýmsu öðru sem þurfti lagfæringa við. Stelpurn- ar segja að það sé mikill fengur að Draumbæ, bæði hvað varðar bætta félagsaðstöðu og að hann muni auka áhuga á stúkustarfinu, mörgum þyki nefnilega spennandi að fara í „úti- legu“ út fyrir bæinn og verða þátt- takendur í starfinu sem fer fram í þessu fyrrverandi „eyðibýli". Stelpurnar hafa verið að meðal- tali 3-4 ár í Eyjarós. Þær segja að oft sé talað um litlu og stóru stúkuna, þ.e. fyrir yngri og eldri börnin. „Við vorum t.d. gæslumenn litlu stúkunnar í fyrravetur og héldum fundi einu sinni í viku,“ segja þær. „Það tókst mjög vel. Við lásum sög- ur fyrir börnin, fórum í leiki og margt fleira. Að jafnaði sóttu 10-15 börn fundina á aldrinum 6-10 ára. Hins vegar voru fáir fundir haldnir í stóru stúkunni í fyrravetur. Það kom til af ýmsu, m.a. því að aðaldriffjöðrin í stúkustarfinu undanfarin ár, Ingi- björg Johnsen, átti mjög annríkt á öðrum vettvangi." Það vill svo til að ein stelpnanna, Ingbjörg Grétarsdóttir, er barnabarn Ingibjargar Johnsen, hins mikla bindindisfrömuðar í Eyjum, og er auk þess skírð í höfuðið á ömmu sinni. ERFITT AÐ FÁ UNGLINGA í STÚKU - Hvernig gengur að fá krakka í stúku? „Það er fremur erfitt að ná til þeirra þegar þeir eru orðnir 13-14 ára,“ segir Ragnheiður Rut. „Þá eru þeir byrjaðir að hugsa um ýmsa aðra hluti og jafnvel farnir að bragða á- fengi. Einnig eru margir farnir að reykja á þessum aldri því að þeir halda að það sé eitthvað sniðugt." Ragnheiður bætir við að hún haldi að ástandið í þessum efnum sé samt betra í Eyjum en t.d. í Reykjavík. Þeg- ar þær stöllurnar fóru þangað á í- þróttamót fyrir nokkru undraði þær hvað margir krakkar virtust djúpt sokknir í vímuefnin, ástandið væri í raun miklu alvarlegra en marga for- eldra grunaði og fjölmiðlarnir segðu frá. „Hafi einhvern tíma verið þörf fyr- ir stúkustarf á meðal ungs fólks þá er það nú í seinni tíð,“ bæta stelp- urnar við. „Það er auðveldara fyrir börn og unglinga að standast freistingarnar þegar þeir eru í hollum og góðum félagsskap en ella. Þess vegna á boðskapur stúknanna ríkt erindi við krakka á öllum aldri og á öllum tím- um.“ Stelpurnar eru virkir þátttakend- Ragnheiður Rut 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.