Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1992, Page 26

Æskan - 01.01.1992, Page 26
VESTMAIMNA „ Góður félagsandi í Eyjum ” Spjallað við þrjár stúlkur í barnastúkunni Eyjarós Ingibjörg Lm Ið eiQunn okkur f Á ýmsa drauma varð- J':, andi Draumbæ. Því i má segja að húsið beri nafn með réttu. Við höf- um haldið þar nokkra stúku- fundi og stundum höfum við gist þar. Þarna er kjörið að koma saman til að grilla, fara í gönguferðir og alls konar leiki - og jafnvel í berjamó þegar ber eru. “ Þetta sögðu þær Ragnheiður Rut Georgsdóttir 14 ára, Arnbjörg Harð- ardóttir 13 ára og Ingibjörg Grétars- dóttir 12 ára þegar Æskan talaði við þær úti í Eyjum. Vestmannaeyjabær á húsið Draumbæ sem er dálítið utan við kaupstaðinn en stúkan Eyjarós nr. 82 hefur húsið til afnota. f fyrrasum- ar byrjuðu stúkufélagarnir að mála það að utan og dytta að ýmsu öðru sem þurfti lagfæringa við. Stelpurn- ar segja að það sé mikill fengur að Draumbæ, bæði hvað varðar bætta félagsaðstöðu og að hann muni auka áhuga á stúkustarfinu, mörgum þyki nefnilega spennandi að fara í „úti- legu“ út fyrir bæinn og verða þátt- takendur í starfinu sem fer fram í þessu fyrrverandi „eyðibýli". Stelpurnar hafa verið að meðal- tali 3-4 ár í Eyjarós. Þær segja að oft sé talað um litlu og stóru stúkuna, þ.e. fyrir yngri og eldri börnin. „Við vorum t.d. gæslumenn litlu stúkunnar í fyrravetur og héldum fundi einu sinni í viku,“ segja þær. „Það tókst mjög vel. Við lásum sög- ur fyrir börnin, fórum í leiki og margt fleira. Að jafnaði sóttu 10-15 börn fundina á aldrinum 6-10 ára. Hins vegar voru fáir fundir haldnir í stóru stúkunni í fyrravetur. Það kom til af ýmsu, m.a. því að aðaldriffjöðrin í stúkustarfinu undanfarin ár, Ingi- björg Johnsen, átti mjög annríkt á öðrum vettvangi." Það vill svo til að ein stelpnanna, Ingbjörg Grétarsdóttir, er barnabarn Ingibjargar Johnsen, hins mikla bindindisfrömuðar í Eyjum, og er auk þess skírð í höfuðið á ömmu sinni. ERFITT AÐ FÁ UNGLINGA í STÚKU - Hvernig gengur að fá krakka í stúku? „Það er fremur erfitt að ná til þeirra þegar þeir eru orðnir 13-14 ára,“ segir Ragnheiður Rut. „Þá eru þeir byrjaðir að hugsa um ýmsa aðra hluti og jafnvel farnir að bragða á- fengi. Einnig eru margir farnir að reykja á þessum aldri því að þeir halda að það sé eitthvað sniðugt." Ragnheiður bætir við að hún haldi að ástandið í þessum efnum sé samt betra í Eyjum en t.d. í Reykjavík. Þeg- ar þær stöllurnar fóru þangað á í- þróttamót fyrir nokkru undraði þær hvað margir krakkar virtust djúpt sokknir í vímuefnin, ástandið væri í raun miklu alvarlegra en marga for- eldra grunaði og fjölmiðlarnir segðu frá. „Hafi einhvern tíma verið þörf fyr- ir stúkustarf á meðal ungs fólks þá er það nú í seinni tíð,“ bæta stelp- urnar við. „Það er auðveldara fyrir börn og unglinga að standast freistingarnar þegar þeir eru í hollum og góðum félagsskap en ella. Þess vegna á boðskapur stúknanna ríkt erindi við krakka á öllum aldri og á öllum tím- um.“ Stelpurnar eru virkir þátttakend- Ragnheiður Rut 2 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.