Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1992, Blaðsíða 21
setja nýjar á bækur á skrá yfir verö- aun fyrir þrautirnar? Margir eiga tllar bækurnar sem ætlaðar eru seirra aldursflokki. Þökk fyrir mjög gott blað, Saga. Svar: Efþetta er smásaga, þó að löng sé, mætti athuga að senda hana til Lesbókar Morg- unblaðsins - Vikunnar eða ein- hvers annars tímarits. Hafir þú samið skáldsögu er sjálfsagt fyr- ir þig að ræða við útgefendur - þó að erfitt kunni að reynast að fá hana gefna út. Skrifstofa út- gáfu Æskunnar er að Eiríksgötu 5, 3. hæð. í ístenskum bókatið- indum 1991, sem dreift var í öll hús í desember sl., sérðu nöfn annarra útgáfufyrirtækja. Nokkrar nýjar bækur bætast á lista okkar í þessu blaði. En undanfarið höfum við lika boðið hljómplötur, snældur, Vorblóm- ið og lukkupakka til að lesendur eigi völ á fleiru en bókum. GETRAUN FRÁ ÁKRIFANDA Kæra Æska! Viltu birta getraun fyrir mig? Þeir krakkar, sem vilja taka þátt í henni, eiga að senda mér svör við þremur spurningum. Ég dreg úr réttum lausnum og sendi þrem börnum óvænt verðlaun. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvers vegna eru haldin jól? 2. Hverjir gáfu Jesúbarninu gull, reykelsi og myrru? 3. Hver vildi deyða Jesúbarn- ið? Svör verður að senda fyrir 29. febrúar. Guðfinna Alda Ólafsdóttir, Mælifelii, 560 Varmahlíð. AÐ SJÁ ÆSKUNNI FYRIR FRÉTTUM Sæl, kæra Æska! Hvernig getur maður séð Æsk- unni fyrir „fréttum“? Ég á við að taka viðtöl í heimabæ sínum. Má maður skrifa grein um eftir- lætisleikara eða -poppstjörnu sína? Ef svo er fáið þið að minnsta kosti eina frá mér! Ég skal vinna hana vel. Lilja. Svar: Það sem þér finnst for- vitnilegt og athyglisvert og ger- ist í heimabæ þínum eða -sveit kann okkur að þykja ástæða til að birta. En gættu þess að láta góða mynd fylgja með. Þar sem þú lofar að vanda grein um eftirlæti þitt skaltu senda hana. Mér finnst líklegt að hún verði birt. UM AÐDÁENDAKLÚBBA Kæra Æska! í 10. tbl. 1991 var beðið um heimilisfang hljómsveitarinnar Skid Row. Þið hljótið að hafa ruglast eitthvað því að þið birtuð heimilis- ÆSKU PÓSTUR fangið hjá Guns N’ Roses. Heimil- isfang aðdáendaklúbbs Skid Row er: Skid Rowd Crew, P.O.Box 2876, Torrance, C.A. 90509, USA. Með þökk fyrir gott blað og til- breytingu í uppsetningu í síðasta blaði. NN. Ágæta Æska! Ég vil benda á að komið er nýtt heimilisfang hjá Skid Row. Klúbb- urinn „Scum of The Earth“ hafði það heimilisfang sem þið gáfuð upp. Hann hefur verið lagður nið- ur vegna þess að hann hirti í flest- um tilfellum einungis peninga frá aðdáendum en sendi þeim ekkert til baka. í stað hans er kominn klúbburinn Skid Rowd Crew. Guðrún Finnsdóttir. Svar: Aðdáendaklúbbar hljómsveitanna munu um tíma hafa haft sama heimilisfang. Kærar þakkir fyrir bréfin! Enn bfða all- mörg birtingar. Æ S K A N 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.