Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 5
og í margs konar keppni heima. Svo hef ég keppt á ýmsum alþjóðlegum mótum sem mér hefur verið boðið á hér og þar um heiminn." - Hvað hefurðu unnið til margra verðiaunapeninga? „Ja, þarna komstu með góða spurningu!! Ég á eitthvað rúmlega þrjú hundruð gullþeninga heima.“ - Hvernig varð þér við þegar þú varst kosin íþróttamaður ársins? „Það var stórkostlegt - bara ynd- islegt. Ég frétti af því í beinni útsend- ingu að ég hefði verið valin. Ég var þá stödd heima í jólafríi en fór utan aftur daginn eftir.“ - Keppirðu ekki á Ólympíu- leikunum í sumar? „Jú. Ég er að æfa mig af krafti undir þá; æfi sund tvisvar á dag og lyfti einu sinni á dag svo að æfing- arnar eru svona sex klukkustundir daglega." - Hver er munurinn á æfingum fyrir mót og venjulegum æf- ingum? „Fyrir mót er lögð meiri áhersla á snerpu og spretti og öll tækniat- riði eru æfð vandlega." - Fylgistu með öðrum íþróttagreinum? „Já, ég reyni það. Hér fylgist ég mest með körfubolta en heima með knattspyrnu á sumrin og handbolta á veturna. Ég hef alltaf fylgst mikið með fótbolta heima." SKÓLI OG ÆFINGAR í 13 KLUKKUSTUNDIR Á DAG! tlarðu að halda á- fram að æfa sund í framtíðinni? „Nei, ekki til að keppa og ég mun ekki æfa jafnmikið og ég geri núna. Ég brautskráist úr skól- anum í vor og byrja að vinna heima á íslandi næsta sumar. Ég verð sundþjálfari á Akranesi." - Geturðu lýst venjulegum degi hjá þér? „Ég byrja á æfingum svona fimmtán mínútur yfir fimm á morgn- ana og klukkan átta fer ég í skólann. Um tvöleytið er fyrirlestrunum lok- ið og þá fer ég beint á æfingu. Yfir- leitt er ég komin heim um sexleyt- ið.“ - Er þessi háskólabær eins og maður sér slfka í kvikmyndum? „Já, ég hugsa að kvikmyndirnar rrir tæpum fimm árum ...) gefi sanna mynd af þessum bæ!“ - Eru margir nemendur f skólanum? „Já, ég held að við séum um tutt- ugu þúsund. Bærinn, sem ég dvelst í, er reistur af háskólanum og það er eiginlega ekkert annað hér en há- skólinn og háskólanemar. Þetta er ágætis bær-eins og Alabama raun- ar er.“ - Hefurðu ferðast eitthvað um Bandaríkin? „Já, ég hef ferðast mjög mikið. Ég heffariðtil Louisiana, New York, um allt í Flórída, Texas, til Nýju Mexíkó - og enn víðar. En ég sé lít- ið annað en sundlaugar á þessum stöðum!" - Þú hittir Albert prins þegar þú kepptir f Mónakó fyrir mörgum árum... „Við fórum saman út að borða. Það var allt í lagi með hann. Hann var ósköp venjulegur, ungur maður og eðlilegur, ekkert eins og maður heldurað prinsar séu.“ - En hefurðu hitt eða séð eitthvað af frægu fólki í Bandaríkjunum? „Aðallega þekkt íþróttafólk - það hitti ég oft. Svo hef ég séð leikara hér og þar - en maður var ekkert að stökkva á svo frægt fólk! Ég hef upþ- götvað að þetta eru frægir leikarar þegar ég sé margt fólk þyrpast að einni manneskju! Þá hlýtur það að vera einhverfrægur." - Langar þig ekki stundum heim? „Jú, ég sakna fjölskyldunnar og finnst leiðinlegt að geta ekki séð hana reglulega." - Hlakkarðu til að koma heim? „Já, en ég veit að ég á samt eftir að sakna margs sem hér er. Sem betur fer á ég góðar minningar héð- an en ekki slæmar.“ - Hver er helsti kosturinn við að vera f Bandaríkjunum? „Hann er auðvitað fyrst og fremst sá að það er miklu ódýrara að dvelj- ast hér en heima. Það er auðvelt að gera ýmislegt hér, sem maður myndi ekki gera heima, og lífið er rólegra en þar. Fólk er ekki eins „stressað" hér og heima. Mér finnst fólkið heima of of streitt - hér virðist það njóta lífsins betur.“ Æ S K A N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.