Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1992, Page 12

Æskan - 01.02.1992, Page 12
”AN 4U VERDUR EKKIEINS GAMAN!” anvísur og sagt frá atvikum, mönn- um og málefnum á sinn einstaka og kankvísa hátt. Margar gamanvísur hans hafa orðið landsfrægar. Nokkrir stjórnarmenn Góðtempl- arareglunnar á íslandi fóru til Stykk- ishólms haustið 1990. Þeir voru m.a. á fundi í barnastúkunni. Þar var Árna afhent skjal til sannindamerkis um að hann hefði verið gerður að heið- ursfélaga Stórstúkunnar fyrir mikið og gott starf. BEKKIRNIR SKIPTAST Á Sú venja hefur skapast að bekkirn- ir í Barnaskólanum skiptast á um að flytja skemmtiatriði á fundum barna- stúkunnar. Það hefur gefist vel. Nem- endurnir leggja metnað sinn í að flytja gott og skemmtilegt efni. Nú eru 106 ár síðan fyrsta barna- stúkan var stofnuð á íslandi. Hún starfar enn - og heitir því ágæta nafni Æskan! Margt skemmtilegt hefur verið gert á stúkufundum í 106 ár! Jafnframt hefur verið minnt á hve mikilvægt er að forðast allt sem óhollt er, til að mynda reykingar, - og að koma vel fram við alla, menn og málleysingja. Margir hafa lært þar að tjá sig skýrt og skorinort, vanist því að flytja efni fyrir aðra og stjórna fundum. Þess vegna hefur verið sagt að starf stúkna fyrir börn og fullorðna hafi verið mik- ilvægasti félagsmálaskóli þjóðarinnar. Á fundi í barnastúkunni Björk i Stykkishólmi. Valur Úskarsson skemmtir. Myndir: Valdór Bóasson. annig hljóðaði auglýsing umfund í bst. Björk nr. 94 í Stykkishólmi fimmtudaginn 23. febrúar 1989. Hún er hressileg og fjörleg! Það er einmitt það sem segja má um gæslumann hennar, Árna Helgason. Árni hefur verið gæslumaður stúkunnar í 41 ár. Hann hefur nú lát- ið af föstu starfi sem póstmeistari í Hólminum en hefur þó í mörgu að snúast sem löngum fyrr. Hann hef- ur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir málefnum bindindishreyfingar- innar. Og hann hefur ótal sinnum brugðið á leik, samið og flutt gam- Árni Helgason og embættismenn bst. Bjarkar. „Fundur verður í barnastúkunni í dag og verður hann í Barna- skólanum kl. 18. Hinir bráðskemmtilegu 6. bekkingar verða með örugg atriði undir frábærri stjórn Guðrúnar Ernu. Vitið þið hvers vegna það er alltaf gaman í stúkunni okkar? Pað er vegna þess að allir koma til að skenmita sér. Komdu og vertu með! An þín verður ekki eins gaman!“ UMjARNASTÚPNA HJQRK OG ARNA IHOLMINUM... 7 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.