Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1992, Page 20

Æskan - 01.02.1992, Page 20
kisaPRAKKARI KALLI OG KETTLINGUR eftlr Birgittu Halldórsdóttur. að var einn vetrar- dag í hörkufrosti og hríð að Helga litla fann ekki kisuna sína. Kisa var kolsvartur angóruköttur og hét Mjása. Helga átti heima í Reykja- vík, í gömlu húsi í Vesturbæn- um hjá pabba sínum og mömmu. Hún var sex ára, átti engin systkini en Mjásu sína til að leika sér við. Mjása var tveggja ára og hafði átt heima hjá Helgu frá því að hún var pínulítill kett- lingur. Helga var fjögurra ára þegar frænka hennar kom einn daginn og gaf henni kett- linginn sem hún nefndi Mjásu. Það var vegna þess að fyrsta daginn leiddist kett- lingnum dálítið og hann mjálmaði ósköp mikið. Hann fékk því nafnið Mjása. Kisu leiddist ekki lengi og fljótlega lék hún sér við Helgu. Þegar hún var kettlingur var hún afar fjörug. Hún hoppaði og skoppaði og lék sér allan dag- inn. Þó að Mjása væri orðin sex ára en Mjása bara tveggja þá var hún nú orðin fullorðinn köttur. Helgu fannst það skrýt- ið. Hún sem var fjórum árum eldri en Mjása var enn þá stelpa og það var langt þang- að til hún yrði fullorðin. Og nú var Mjása ekki lengur eins dugleg að leika sér og þegar hún var kettlingur. Hún vildi helst liggja í körfunni sinni á rauða ullarteppinu og láta Helgu strjúka mjúkan feldinn. Þegar Helga klappaði henni þá malaði hún svo undur skemmtilega. Mamma henn- ar Helgu sagði stundum að Mjása væri eins og eimreið þegar hún malaði. Það heyrð- ist svo hátt í henni. Helga var góð við kisu sína en henni fannst leiðinlegt hvað hún var orðin löt að leika sér. Og með hverjum deginum, sem leið, varð Mjása latari og latari. Helga skildi ekkert í þessu. Og nú var Mjása týnd og Helga vissi ekkert um hana. Hún hafði dálitlar áhyggjur af kisunni. Ef hún væri nú úti í kuldanum. Það var svo kalt og svo snjóaði heilmikið. Þeg- ar Helga leit út um gluggann fór hrollur um hana. Helga hljóp til mömmu sinnar sem sat við eldhúsborð- ið og las blöðin. - Mamma, ég finn ekki Mjásu. Mamma leit upp. -Hún hlýtur að vera hér ein- hvers staðar. Ég hleypti henni inn fyrir dálítilli stundu. - Ertu viss um að hún sé ekki úti? spurði Helga. Mamma brosti. - Já, Helga mín. Leitaðu bara, kisa litla er hérna inni. Kallaðu á hana. Helga fór að leita. Hún gáði undir sófann, bak við stóru 2 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.