Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 34

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 34
ISögu rokksins höfum við farið yfir þessar staðreynd- ir: 1. Rokkmúsíkin varð til í Bandaríkjum Norður-Amer- íku við samruna tregasöngva blökkufólks (blús) og sveita- söngva hörundsljósra (hill- billy). 2. Samruninn hófst á ár- unum 1930 - ‘40. Rokkform- ið varð ekki fullkomið fyrr en með rafgítarleik Chucks Berrys og öskursöngstíl Elvisar Presleys og Little Richards um 1954 - ‘56. 3. Áhugi á rokki fjaraði út upp úr 1958. í stað rokksins fylltist skemmti-iðnaðurinn af fáguðu og væmnu „dúvúbb“- poppi (Rólegur flutningur á rokk-laglínum, hlaðinn sykr- uðum bakröddum, máttlausu undirspili og kurteisislegum forsöng). 4. Bresku Bítlarnir (The Beatles) hófu merki rokks á nýjan leik á loft með skyndi- áhlaupi 1963 - ‘64. 5. Fram að komu Bítlanna var dægurlagaiðnaðinum stýrt frá Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Þeir lögðu und- ir sig bandaríska dægur- markaðinn á einni nóttu. 6. Bandaríski dægurmark- aðurinn var óviðbúinn snöggri og vel heppnaðri inn- rás bresku Bítlanna. Þar - eins og víðar - trúðu menn því að rokkið væri liðið und- ir lok fyrirfullt og allt. í síðasta poppþætti, 13. hluta Rokksögunnar, sögð- um við frá því hvernig lög Bítlanna röðuðu sér í efstu sæti bandaríska vinsælda- ímrnlm ■/ ■ i i& '*s' '<MÍ , B V Æg pip; jpli Hljómsveitin Manfred Mann (samnefnd orgelleikara sveitarinnar) var íhópi þeirra ensku rokksveita sem komust í efsta sæti bandaríska vin- sældalistans íkjölfar „Bítiaæðisins" 1964. Núverandi söngvari Man- fred Mann var fyrsti og eini söngvari íslensku hljómsveitarinnar Mezzoforte. listans - án teljandi sam- keppni frá innlendum skemmtikröftum. Bandarískir skemmtikraft- ar voru lengi að átta sig á því hve bandarískur æskulýður var þyrstur í villta og óheflaða rokkmúsík. Það liðu nokkur 14. HLUTI ár þangað til bandarískir skemmtikraftar reyndu að keppa við Bítlana með rokk- músík í farteskinu. Áður en Bítlarnir lögðu undir sig bandaríska vin- sældalista höfðu þeir vakið upp öfluga rokkbylgju í heimalandi sínu, Englandi. Sú rokkbylgja flaut inn í bandaríska dægurheiminn í kjölfar þeirra. Eftirspurn eftir hráu og ó- hefluðu rokki var einfaldlega meiri í Bandaríkjunum en Bítlarnir gátu einir reitt fram. Flestar þær ensku rokksveit- ir sem fylltu í skörðin urðu langlífar rétt eins og Bítlarn- ir. Þetta voru hljómsveitir eins og Animals (með lagið „Flouse Of The Rising Sun“), Manfred Mann og síðar Rolling Stones, Troggs („Wild Thing“) o.m.fl. Þessar hljómsveitir fluttu hrárri og blúsaðri rokkmúsík en Bítlarnir. Þær vildu vera flokkaðar sem takt-blús-sveit- ir (rythm & Blues). Bítlarnir forðuðust hins vegar blús- stimpilinn. Þeir skilgreindu sjálfa sig sem rokkara. í Bandaríkjum Norður-Amer- íku (og víða annars staðar) voru Bítlarnir og hinar ensku rokksveitirnar kallaðar sam- heitinu „Breska innrásin." FRAMHALD 3 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.