Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 52

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 52
Mjólkurdagsnefnd hafði frum- kvæði að því að mjólkurbú og -sam- lög kynntu fyrirtæki sín og fram- leiðsluvörur. Það var gert með ýms- um hætti um allt land. Um 2000 nemendur í grunnskól- um, 8-11 ára, komu í glæsilegt hús Mjólkursamsölunnarað Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Þar þágu þeir veitingar, tóku þátt í getraun og fylgdust með lýsingum starfsmanna á vinnu og tækjum. Margir urðu undrandi á því hve tækjabúnaður er fullkominn og að öllu skuli, að heita má, stjórnað með vinnslu ítölvu. '.y ;**j\ jTffrj J6Hp|, ^Zgtái 2® Allir urðu margs vísari um það hvernig farið er með mjólkina frá því að hún kemur með tankbílum til Mjólkurstöðvar Reykjavíkur þar til henni er pakkað í þær umbúðir sem við þekkjum - sem nýmjólk, létt- mjólk, undanrennu, súrmjólk og rjóma (Þær vörur eru líka framleidd- ar í hinum þrem mjólkurbúum fyr- irtækisins). Emmess-ísinn er búinn til í öðru húsnæði, við Brautarholt í Reykja- vík, en ostar eru gerðir á Selfossi og í Búðardal. í Borgarnesi erframleidd þykkmjólk, á Selfossi jógúrt og geymsluþolnar vörur (G-vörur), svo sem kakómjólk. Það dró ekki úr hrifningu krakk- anna að sterkasti maður heims, Magnús Ver Magnússon, kom og mælti með því að þeir drykkju mjólk og neyttu mjólkurafurða. Ekki spillti fyrir að hann jafnhattaði nokkra úr hópnum - án sýnilegrar áreynslu. Odd Stefán Ijósmyndari brá sér á staðinn og tók nokkrar ágætar myndir... fyrrahaust efndi Mjólk- ursamsalan í Reykja- vík, MS, til kynningar á starfsemi sinni. Fyr- irtækið er sölusamlag mjólkursamlaganna á Suður- og Vesturlandi og var stofn- sett 1935. Svæði Samsölunnar nær frá Lómagnúpi að austan í Þorska- fjörð að norðan. Þar eru starfrækt fjögur mjólkursamlög: Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, Mjólkurstöð- in í Reykjavík, Mjólkursamlag Kaup- félags Borgfirðinga í Borgarnesi og Mjólkursamlag Dalamanna í Búðar- dal. Girnilegt erþað! Magnús I/er, sterkasti maður heimst, jafnhattaði nokkra úr hápnum - að sjálfsögðu áreynslulaust! Hann mælir með mjólk! JVIAGNU* STERKASTI uib 5 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.