Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 17
Svar:
Veggmynd af Júlíu hefur
fylgt Æskunni (6. tbl. 1992)
Við munum segja eitthvað
frá henni á næstunni.
Það þykir almenn kurteisi
að rita fullt nafn og heimil-
isfang undir bréf. Það höf-
um við margsinnis nefnt.
Krafa um nafnritun undir
bréf til Æskuvanda er líka
gerð vegna þess að þá er
unnt að ganga úr skugga
um hver sé sendandi bréfs-
ins.
Við sendum áskrifendum
stundum bréf ef langt líður
frá því að spurningar berast
þar til svarið er birt. Ef þeir
hafa ekki verið áskrifendur
þegar grein birtist um þann
sem þeir hafa dálæti á - eða
veggmynd - sendum við
tölublaðið ef við eigum það.
Þess vegna geta bréfritarar
líka haft hag af því að rita
nafn og póstfang -simanúm-
er má gjarna fylgja en er ekki
skilyrði.
Skriftin bendir til vand-
virkni og samviskusemi.
ÞÁVEISTU
SVARIÐ
Kæra Æska!
Ef einhver sem les þetta á
texta við góð íslensk lög, t.d.
Þá veistu svarið, má hann
senda mér þá.
Eva og Adam er skemmti-
leg teiknimyndasaga.
Þökk fyrir gott blað.
Cunnhildur Elva
Árnadóttir,
Fjarðarbraut 7,
755 Stöðvarfirði.
STJÁKLAÐ Á
STRÖNDINNI
Sæll, Æskupóstur!
Ég vil styðja „Anga" sem
sagði í 3. tölublaði að í blaðinu
mætti vera meira efni fyrir
stálpaða krakka en verið hefur.
Getið þiö birt veggmyndir af
Þrince, Ingibjörgu Stefánsdótt-
ur, Jason Priestley og hljóm-
sveitinni „Ace of Base”.
Ég þakka fyrir kynninguna á
Billa og Eriku. Þið mættuð
kynna aðra sem leika í Strand-
vörðum.
VFE
Svar:
Veggmynd af Prinsi fylgdi
7. tbl. Æskunnar 1990. Ann-
að mun tekið til athugunar.
Sýningum á annarri þátta-
röðinni um Strandverðina er
lokið. Erlendis er byrjað að
sýna þætti úr þriðja hlutan-
um. Sjónvarpið hefur óskað
eftir þeim og sennilegt er að
þeir verði á dagskrá í vetur -
en óijóst hvenær þeir hefj-
ast.
Billi og Erika leika ekki i
þeim þáttum. Leikararnir,
sem taka við, heita David
Charvet og Pamela Ander-
son. Þetta er fyrsta hlutverk
Davíðs. Hann er franskrar
ættar og er sólginn í góðan
mat sem hann gjarna býr til
sjálfur. Hann hefur aldrei
neytt áfengis afþví að hann
sá föður sinn verða drykkju-
mann. - Pamela leikur einnig
í sjónvarpsþáttunum „Home
Improvement” sem eru mjög
vinsælir i Bandaríkjunum. -
Við segjum væntanlega nán-
ar frá þeim þegar þau birt-
ast á skjánum.
Við höfum veitt upplýsing-
ar um Davið Hasselhoff (sem
einnig er vinsæll söngvari,
a.m.k. i Þýskalandi) - í 1. tbl.
1993, bls. 21 - og Jeremy
Jackson sem leikur Hobba -
í 5. tbl. bls. 26. Hann er lika
kynntur á bls. 61 í þessu
tölublaði.
UPPLÝSIN6AR
ÓSKAST
Kæri Æskupóstur!
Ég þakka ágætt blað. Svo
langar mig til að biðja um upp-
lýsingar um Sean Þatrick
Flanery sem leikur Indiana Jo-
nes stálpaðan í sjónvarpsþátt-
unum. I 3. tbl. Æskunnar var
sagt að hann yrði kynntur í 4.
tbl. en það var ekki gert.
Inga.
Svar:
Okkur tókst þvi miður ekki
að afla nógu bitastæðra
upplýsinga um þennan leik-
ara. Við bíðum og sjáum
hvað setur.
STRANDVERDIR
ENN
Kæra Æska!
Mig langar til að spyrja hvort
þið getið sagt mér hvar Billi og
Erika eiga heima því að það
var ekki nefnt í 3. tbl. þar sem
sagt var frá þeim.
Katrín Einarsdóttir.
Svar:
Við vitum ekki hvert heim-
ilisfang þeirra er en aðdá-
endaklúbbur Strandvarða er
starfræktur í Englandi. Hann
mun senda ýmsar upplýs-
ingar, myndir og skírteini til
félaga - en félagsgjald er 10
pund á ári, tæpar eitt þús-
und krónur. Nánari upplýs-
ingar eru veittar um starf-
semina ef eftir er spurt.
Klúbburinn óskar eftir að fá
frímerkt umslag áritað nafni
og heimilisfangi sendanda -
til að geta sent svar sitt í.
Póstfang klúbbsins er:
Baywatch Fan Club,
P.O.Box 1443, Poole,
Dorset, BH15 3YP,
Englandi.
SÁLFRÆÐI OC
SJÓNVARPS-
ÞÆTTIR
Sæl, Æska!
Ég hef nokkrar spurningar
sem ég vona að þið getið
svarað:
1. Getið þið fjallað um nám í
sálfræði?
2. Af hverju birtuð þið ekki
veggmynd af Ingibjörgu Stef-
ánsdóttur?
3. Viljið þið birta veggmynd
af Nágrönnum og fjalla eitt-
hvað um leikarana?
4. Viljið þið reyna að hafa
meira efni fyrir unglinga í blað-
inu, t.d. sögur og unglinga-
opnu - fyrir utan Æskuvanda
sem er mjög góður þáttur.
5. Verða sýndir fleiri þættir
af Strandvörðum eftir að þessi
hluti er búinn?
Þökk fyrir ágætt blað en
Þoppþátturinn mætti gjarna
lagast.
R.
Svör:
1. Sálfræðinámi var lýst í
1. tbl. Æskunnar 1990, á bls.
44. Þetta skal endurtekið:
Sálfræði er kennd við Há-
skóla íslands - til BA-prófs.
Flestir Ijúka þvi á þrem og
hálfu ári. Prófið veitir ekki
bein starfsréttindi. Ef
kennslufræði er numin í eitt
ár fást kennsluréttindi. Ýms-
ir læra og félagsráðgjöf. Er-
lendis eru kenndar ýmsar
greinar i framhaldi af BA-
prófi. Fólk með sálfræði-
menntun fæst við ýmis störf:
Umönnun og meðferð þeirra
sem eru hugsjúkir eða geð-
veikir; ráðgjöf til nemenda
og aðstoð við skólastjórn-
endur vegna skipulags í
skólum; rannsóknir; starfs-
mannastjórn.
2. Falleg mynd af henni
var á forsíðu 2. tölublaðs
Æskunnar. Við það var látið
sitja og reynt að koma til
móts við óskir margra um
veggmyndir af öðru fólki.
3. Við tökum það til athug-
unar.
4. Reynt er að hafa í blað-
inu efni sem höfðað geti ým-
ist til barna eða unglinga -
og annað sem við vonum að
báðir aldurshópar hafi gam-
an af.
5. Sjá svar við bréfi frá VFE
- undir fyrirsögninni Stjáklað
á ströndinni.
Þökk fyrir bréfin!
Við reynum að veita
upplýsingar um sem
flest af því sem óskað
er eftir en höfum ekki
rými, tíma eða heim-
ildir til að segja frá öll-
um þeim leikurum
sem spurt er um. Við
geymum öll bréf sem
okkur tekst ekki að
svara og bætum úr því
ef kostur er.
ÆSKU
PÖSTUR
Æ S K A N 17