Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 26

Æskan - 01.06.1993, Qupperneq 26
SUÐRÆNIR SELIR Suðurskautslandið er talið heil heimsálfa enda 14 milljónir ferkílómetrar á stærð. Mestur hluti þess er hulinn ís og snjó og þar er ekki beinlínis lífvænlegt um að litast. Af skiljanlegum ástæð- um er dýralíf heldur fáskrúðugt á meginlandinu ef mörgæsir eru frátaldar en því meira á sjávar- svæðunum í kring. Mikil næring er í sjónum við Suðurskautslandið, ekki síst hvaláta sem er smávaxið krabba- dýr skylt rækju. Það er undir- stöðufæða margra dýrategunda, svo sem skíðishvala, en þeir þurfa engan smáræðis dag- skammt! Fleiri sækja þó í „góð- metið” og er átuselurinn einna stórtækastur þeirra. Af því er nafn hans dregið. Hann er í hópi þeirra sem nefndir hafa verið Suður- skauts-selir þó að nær væri að kalla þá suðræna seli vegna þess hve þeir flækjast víða. Hér verður fjallað lítillega um tegundirnar fjórar: Átusel, Weddell-sel, pardus-sel og Ross-sel. Átuselur er útbreiddastur allra suðrænna sela og stofn hans er gríðarstór, að líkindum 13-14 milljónir dýra. Hann er fremur lítill og grannvaxinn með þétthærðan feld, grábrúnn að ofan og gulleitur að neðan. Annars breytir hann um lit á hverju ári þegar hann fer úr hárum. Átuselurinn heldur sig einkum í íshrönglinu við strendur Suðurskautslandsins en hann sést auk þess víða við Eldlandið, Nýja-Sjáland, Ástralíu og Tas- maníu. Fátt er vitað um hvernig selirnir fjölga sér en kóparnir fæðast sennilega í október þegar vor er þar syðra. Þeir eru vandir af spena 4-5 vikna. Weddel-selur er kenndur við landkönnuð með sama nafni. Hann er mun stærri en átuselur, allt að 3 metrar á lengd, og urt- urnar stærri en brimlarnir en slíkt er fátítt meðal sela. Liturinn er nokkuð breytilegur, oftast dökkur á baki og Ijósari á hliðum og að neðan, auk þess sem gráhvítir dílar eru um allan skrokkinn. Heimkynni Weddel-sels eru víða í Suður-Atlantshafi þó að hann haldi sig mest á ísbreiðunni við Suðurskautslandið. Hann er víðförull og flækist lengra suður á bóginn er nokkurt annað spendýr því að hann hefur sést á 80 s.br. Þó er eins og aðstæður neyði hann til langferða þar eð allt bendir til að hann sé fremur „heimakær”. Hann er sífellt að höggva vakir og öndunarop í ís- inn og tennur hans slitna mjög með aldrinum enda veikbyggðar fyrir. Weddel-selurinn lifir mest á smáfiski og kolkrabba. Hann er duglegur að kafa og getur verið allt að 40 mínútur í kafi í senn. Oft þarf hann að forða sér undan erkióvini sínum, háhyrningnum, og tekur það þá helst til bragðs að synda inn undir lagnaðarís. Pardus-selur sækist líka eftir hon- um, einkum ungum dýrum, og setur þá ekki frændsemina fyrir sig. Brimlarnir helga sér umráða- svæði og urturnar safnast í kring- um þá, oft svo að skiptir mörgum tugum. Þær kæpa í september- október eftir eiginlegan með- göngutíma í 9 mánuði en fóstur- þroska er seinkað í 2-3 mánuði svo að kóparnir fæðist á hentug- um tíma. Pardusselur í vígahug. 2 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.