Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 26

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 26
SUÐRÆNIR SELIR Suðurskautslandið er talið heil heimsálfa enda 14 milljónir ferkílómetrar á stærð. Mestur hluti þess er hulinn ís og snjó og þar er ekki beinlínis lífvænlegt um að litast. Af skiljanlegum ástæð- um er dýralíf heldur fáskrúðugt á meginlandinu ef mörgæsir eru frátaldar en því meira á sjávar- svæðunum í kring. Mikil næring er í sjónum við Suðurskautslandið, ekki síst hvaláta sem er smávaxið krabba- dýr skylt rækju. Það er undir- stöðufæða margra dýrategunda, svo sem skíðishvala, en þeir þurfa engan smáræðis dag- skammt! Fleiri sækja þó í „góð- metið” og er átuselurinn einna stórtækastur þeirra. Af því er nafn hans dregið. Hann er í hópi þeirra sem nefndir hafa verið Suður- skauts-selir þó að nær væri að kalla þá suðræna seli vegna þess hve þeir flækjast víða. Hér verður fjallað lítillega um tegundirnar fjórar: Átusel, Weddell-sel, pardus-sel og Ross-sel. Átuselur er útbreiddastur allra suðrænna sela og stofn hans er gríðarstór, að líkindum 13-14 milljónir dýra. Hann er fremur lítill og grannvaxinn með þétthærðan feld, grábrúnn að ofan og gulleitur að neðan. Annars breytir hann um lit á hverju ári þegar hann fer úr hárum. Átuselurinn heldur sig einkum í íshrönglinu við strendur Suðurskautslandsins en hann sést auk þess víða við Eldlandið, Nýja-Sjáland, Ástralíu og Tas- maníu. Fátt er vitað um hvernig selirnir fjölga sér en kóparnir fæðast sennilega í október þegar vor er þar syðra. Þeir eru vandir af spena 4-5 vikna. Weddel-selur er kenndur við landkönnuð með sama nafni. Hann er mun stærri en átuselur, allt að 3 metrar á lengd, og urt- urnar stærri en brimlarnir en slíkt er fátítt meðal sela. Liturinn er nokkuð breytilegur, oftast dökkur á baki og Ijósari á hliðum og að neðan, auk þess sem gráhvítir dílar eru um allan skrokkinn. Heimkynni Weddel-sels eru víða í Suður-Atlantshafi þó að hann haldi sig mest á ísbreiðunni við Suðurskautslandið. Hann er víðförull og flækist lengra suður á bóginn er nokkurt annað spendýr því að hann hefur sést á 80 s.br. Þó er eins og aðstæður neyði hann til langferða þar eð allt bendir til að hann sé fremur „heimakær”. Hann er sífellt að höggva vakir og öndunarop í ís- inn og tennur hans slitna mjög með aldrinum enda veikbyggðar fyrir. Weddel-selurinn lifir mest á smáfiski og kolkrabba. Hann er duglegur að kafa og getur verið allt að 40 mínútur í kafi í senn. Oft þarf hann að forða sér undan erkióvini sínum, háhyrningnum, og tekur það þá helst til bragðs að synda inn undir lagnaðarís. Pardus-selur sækist líka eftir hon- um, einkum ungum dýrum, og setur þá ekki frændsemina fyrir sig. Brimlarnir helga sér umráða- svæði og urturnar safnast í kring- um þá, oft svo að skiptir mörgum tugum. Þær kæpa í september- október eftir eiginlegan með- göngutíma í 9 mánuði en fóstur- þroska er seinkað í 2-3 mánuði svo að kóparnir fæðist á hentug- um tíma. Pardusselur í vígahug. 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.