Æskan - 01.06.1993, Page 33
SVAÐILFÖR
eftir Hönnu Maríu Kristjánsdóttur 13 ára.
Stundum er erfitt að vera smár. Því
kynntist ég þegar ég horfði upp eft-
ir hamrinum. Ég þyrfti að minnsta
kosti hálfan dag til að klífa þetta
fjall.
Það var sólríkur sumardagur og
mjög heitt í veðri þegar ég ætlaði í
þessa þolraun, að klífa upp mjög
oddhvassan hamar. Ég ætlaði einn
upp af því að konan mín, hún
Rósa, nennti ekki með mér. En það
var vegna þess að hún hafði kom-
ið sér svo vel fyrir á hamrinum vib
hliðina. En ég varð samt að fara
upp til að ná mér í rykkorn að
borða.
Og þá lagöi ég í hann. Þetta var
mjög erfitt, sérstaklega af því að
það var svo heitt. En ég reyndi
bara að hugsa um eitthvað annað
til að mynda hverja ég mundi
hitta þarna uppi og fleira slíkt.
Þegar ég var kominn vel áleiðis
lenti ég í miklum og leiðinlegum
erfiðleikum. Það er eins og að
ganga í miðjum, uppþornuðum
árfarvegi eða völundarhúsi að
ganga á milli þessara odda og allt
í einu fylltist þessi uppþornaði ár-
farvegur af vatni og skolaði mér
niður. Slíkt hafði einu sinni áður
komið fyrir og í þab skiptið fót-
brotnaði ég en ég slapp alveg
ómeiddur núna. Vatnselgurinn
stafaði af því að einhver risi var að
sprauta vatni úr löngum ormi eða
slöngu á hamarinn til þess að
hreinsa hann. En þarna lá ég kylli-
flatur og rennblautur í ofanálag
og átti eftir að klífa upp aftur.
Ég dreif mig af stab. Mér gekk
bara mjög vel upp eftir alveg
hreinum hamri þangað til ég sá
orm á fleygiferö niður. Ég hugsaði
bara: „Aumingja ormurinn!”
Stundum er manni kastað svona
niður eins og honum.
En hvað um það? Nú var ég
kominn upp og dreif mig bara inn.
En hvað sé ég? Er stúlkan sem á
þarna heima að þrífa einu sinni
enn? Ég vonaði bara að hún væri
ekki búin að þrífa allt rykið af því
að ég var svangur eftir klifrið. En
eitthvað var eftir svo að ég byrjaði
bara að eta. En þá verð ég fyrir
hræðilegu áfalli. Stúlkan kom
hlaupandi með risastóran úða-
brúsa á lofti og ég veit hvað það
merkir: HLAUPA! Og það gerði ég.
Ég hljóp og svo valt ég niður allan
hamarinn eða hraunaba vegginn
eins og mennirnir kalla það. Og
þetta endaði með því að ég
brákaöist á baki og þurfti að liggja
í tvær vikur í sólbabi með henni
Rósu. Svona getur lífið verið erfitt,
- SÉRSTAKLEGA FYRIR ROÐA-
MAUR!
(Hanna María hlaut aukaverðlaun í
smásagnakeppninni 1992).
Æ S K A N 3 7