Æskan - 01.06.1993, Page 40
PLÚTUOÚMAR
Titill: Svefnvana
Flytjandi: Hljómsveitin
G.C.D.
GCD er íslenskur sam-
nefnari Rolling Stones,
Guns N’Roses og
Creedence Clearwater
Revival. Með hrátt og einfalt
rokk að vopni lagði GCD
undir sig markaðinn sum-
arið 1991. Áhlaupið var
óvænt. Jafnóvænt var
brotthvarf hljómsveitarinnar
af sviðinu sama haust.
Núna tveimur árum síðar
hefur þessi kraftmikli rokk-
kvartett verið endurreistur.
Þetta óvenju langa hlé hef-
ur ekki breytt hljómsveitinni
sem neinu nemur. Það er
helst að hlutfall léttra popp-
laga sé hærra en fyrr. Eins
má merkja dálítið aukna
fágun í hljóðvinnslunni.
Tónblærinn („sándið") er
hreinni en fyrr og allur flutn-
ingur er yfirvegaðri, jafnt
hljóðfæraleikur sem söng-
ur. Sérstaða GCD felst í því
að þetta er eina íslenska
hljómsveitin sem leyfir sí-
gildu rokki að blómstra. Þeir
kæfa það ekki í tilgerð eða
sýndarmennsku í fingrafimi.
Þeir sliga það ekki með
flatneskjulegum samsöng
eða ósannfærandi tískuút-
setningum.
GCD rokka af lífi og sál.
Áhrifavöldum er hvergi
leynt: Trommuleikurfrá Led
Zeppelin, kassagítarblús í
anda KK og heilir kaflar frá
Stóns og CCR. Sums stað-
ar jaðrar þetta við smekk-
leysi. En þegar það er fram-
kvæmt á svona opinskáan
og einlægan máta þá lend-
ir það réttu megin við strik-
ið.
Bestu lög: Flug-leiða-blús
og Rökkurótti.
Einkunn: 9.0 (fyrir lög),
3,5 (fyrir texta) og
8.0 (fyrir túlkun) = 7,0.
Titill: Pelican
Flytjandi: Hljómsveitin
Pelican
Gítarleikarinn Guðmund-
ur Jónsson er í hópi betri
lagasmiða íslenskrar rokk-
músíkur. Þlötur Sálarinnar
hans Jóns míns eru til vitn-
is um það. Nú hefur Guð-
mundurfært sig um set; úr
Sálinni yfir í endurreista
hljómsveitina Þelican
(1973-75).
Samanburður á þessum
tveimur hljómsveitum er
Sálinni í hag.
Liðsmenn Þelicans ná
ekki að koma lögum Guð-
mundar á sama flug og
Stefáni Hilmarssyni og fé-
lögum tókst í Sálinni. Það
er eins og sálin í lögunum
nái ekki upp á yfirborðið
undir búningi amerísks iðn-
aðarrokks („U.S. Faceless
Rock“).
Liðsmenn Þelicans hafa
alla tíð verið meiri sviðs-
menn en hljóðversmenn. í
því gæti skýringin legið.
Þeir hafi einfaldlega ekki
kunnað við sig - fundist
þeir vera lokaðir inni í tóm-
legu hljóðveri án áheyrenda
og án urrandi stemmningar,
eins og Hemmi Gunn
myndi orða það.
Ofan á þetta bætist að
það er ekki létt hlutverk fyr-
ir Pétur Kristjánsson að
lenda í samanburði við vin-
sælasta söngvara landsins,
Stefán Hilmarsson. Báðir
eiga þó við sama vandamál
að stríða; þaö er á mörkun-
um að söngstíll þeirra hafi
upp á nægilega fjölbreytt
blæbrigði að bjóða fyrir 14
laga plötu. Báðir eru þó
ágætir söngvarar, hvor á
sinn hátt.
Besta lag: Á ystu nöf.
Einkunn: 6,5 (fyrir lög),
2,5 (fyrir texta) og
5,0 (fyrir túlkun) = 4,7.
4 4 Æ S K A N