Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1993, Side 41

Æskan - 01.06.1993, Side 41
FRÆNDUR OKKflR IVESTRI Hvaö mörg af ykkur, sem lesið Æsk- una, vita að skátastarf á Grænlandi hófst ekki fyrr en 2. febrúar árið 1943? I ár var því haldið upp á 50 ára afmælið. Enn þann dag í dag eiga þeir ekkert æfinga- svæði og engan skátaskóla eins og við eigum til dæmis á Úlfljótsvatni. En nú skal bæta úr því. Grænlenska póststjórnin gaf út frímerki á þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní. Verð hvers frímerkis er 50 aurar danskar og þeim skal varið til þess að byggja upp skátaskóla og foringjaþjálf- unarmiðstöð, ILLORPUT. Þótt vitanlega hafi verið haldið upp á afmælið 2. febrúar þá verður enn meira um dýrðir í sumar þegar skátar frá 11 löndum auk heimalandsins hittast á skátamóti í Syðri Straumfirði eða í Kan- gerlussuaq. Þetta gerist dagana 18.-28. júlí og er búist við að þarna hittist um það bil 2000 skátarfrá Grænlandi, Danmörku, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Lúxemborg, Englandi, Sviss, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Grænlenskir skátar hafa boðið fleiri þjóðum til afmæl- isins en ekki gátu þær allar þegið boðið. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratug aldarinnar að skátafélögum var komið á legg í öllum grænlenskum bæjum. Hreyf- ingin er því afar ung í raun. Því er græn- lenskum skátum það mikils virði að halda þetta mót, auka reynslu sína og efla kynni af skátum frá öðrum löndum. Það var Klaus Möller sem stofnaði fyrsta skátaflokkinn með bjartsýnum drengjum í Nuuk árið 1943. Þetta fræ, sem hann þá sáði, hefir nú borið ríkuleg- an ávöxt. Klaus Möller í Kilaaseeraq var fæddur 1917 og lést árið 1983. Ári eftir að skátaflokkurinn hóf starf sitt var annar flokkur stofnaður í Kennaraskólanum í Nuuk. Þaðan breiddist svo hugmyndin út og skátafélög voru stofnuð víða um landið. Þannig varð Kennaraskólinn ekki aðeins vermireitur fyrir menntun, heldur einnig fyrir skátahugsjónina. Skátafræin, sem sáð var þar, báru góðan ávöxt i flest- um bæjum Grænlands. Nú hefur svo grænlenska póststjórnin rétt hjálparhönd til að hægt verði að byggja upp eigin skátaskóla og foringja- þjálfunarmiðstöð en það er nauðsyn hverju skátasambandi. Hin snotru skáta- frímerki með mynd ungu skátanna sem horfa út úr tjaldinu sínu er þannig upp- Fyrsta dags bréf með skátafrimerkinu. haf að bættu skátastarfi á Grænlandi. Það er óskandi að sem flestir 50 aurar drjúpi í þennan sjóð svo að úr foringja- þjálfuninni geti komið sem flestir og best- ir skátaforingjar. Frímerkin eru teiknuð af Naja Abelsen og eru prentuð 40 frímerki í hverri örk en auk þess eru gefnar út sérstakar blokkir með fjórum frímerkjum. Þá eru einnig tvö Rauða kross frímerki í blokkinni gefin út sama dag. Hvert frímerki er að verðgildi 4 krónur og svo er viðbótarverðið 50 aurar. Þannig kosta blokkirnar 18 danskar krón- ur hver. Sérstakur skátastimpill verður notað- ur til þess að stimpla fyrsta dags um- slögin. Einnig verður sérstakur Rauða Kross stimpill notaður á Rauða Kross frí- merkin. Myndefni Rauða Kross frímerkjanna er sólin að koma yfir hafflötinn og fjöll í bak- sýn en fánalitirnir eru á himninum - og sólin á sama hátt og í grænlenska fán- anum. Þá fljúga þrír fuglar með rauðan kross í nefinu yfir sól að sjá. Tjaldbúðir skáta i Syðra Straumfirði. Frimerkin tvö sem komu út 17. júni. KALAALLIT R0DE KORSIAT ± -Í V 4.00 +50 Kalaallit NunaatGronland K N A U L N A A A A L T |C & i <>4:*- r"”T'T <. H 0 N L \ iV JdL Æ S K A N 4 5

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.