Æskan - 01.06.1993, Page 50
HRIFNINC
Kaera Æska!
Ég er afar hrifin af strák sem er
einu ári yngri en ég. Mig hefur oft
dreymt um að við verðum góðir
vinir en aldrei meira en það. Vin-
kona mín hélt teiti fyrir stuttu. Hann
kom þangað og líka einhverjar vin-
konur hennar sem við þekktum
ekki. Við fórum að dansa og hann
bauð einni þeirra upp. Pau döns-
uðu saman allt kvöldið. Svo spurði
vinkona mín strákinn hvort hann
vildi byrja að vera með þessari
stelpu og hann sagði já.
Hann veit að ég er hrifin af hon-
um. Hann leit stundum til mín og
horfði á mig stutta stund. Hvað á
ég að gera? Ég er afskaplega hrif-
in af honum.
Hvað lestu úr skriftinni og hvað
er ég gömul?
Ég.
Umsjón: Sigurborg Sveinbjörnsdóttir
Nanna Kolbrún Sigurðardóttir
hefur óskað eftir að haetta sem
umsjónarmaður þessa þáttar -
sökum anna við önnur störf. Við
kunnum henni kæra þökk fyrir góð
ráð sem hún hefur gefið ótal mörg-
um í svörum sínum.
Við umsjón þáttarins tekur Sig-
urborg Sveinbjörnsdóttir. Hún hef-
ur starfað lengi með börnum og
unglingum og kann vel til þessara
verka. En öllu skiptir að þeir sem
skrifa bréf til þáttarins - eða lesa
hann til að leita sér ráða - takist
sjálfir á við vandann með hliðsjón
af ráðleggingum - með jákvæðu
hugarfari.
BOLLURASSINN
Kæri Æskuvandi!
Ég á við „feitt" vandamál að
stríða. Mér, vinkonu minni og syst-
ur minni (sem er sjö árum eldri en
ég) finnst ég vera með of stóran
rass (- samt segir enginn það ber-
um orðum). Ég var nýbúin að fá
nýjar gallabuxur. Þegar ég mátaði
þær sögðu þær:
„Of þröngar um rassinn."
Vinkona mín er alltaf að ýja að
því að ég sé með stóran rass. Hún
segir:
„Rassinn á þér er bjánalegur og
buxurnar eru of þröngar.“
Mérfinnst hún óþolandi en hún
er ekki aðal-vandamál mitt. Það
sem mig vantar eru ráðleggingar
um hvernig ég geti minnkað rass-
inn á mér. Ég borða ekki mikið af
fitandi mat.
Ungfrú Bollurass.
Svar:
Holdafar fólks er mjög mis-
munandi og oft erfist það. Þú
talar um að systirþin og vinkona
segi að rassinn sé of stór. En
hvað finnst foreldrum þínum um
holdafar þitt? Hafa þeir áhyggj-
ur af þér? Þú ættir að ræða
þetta við þá. Margir unglingar
eyða oft miklum tíma fyrir fram-
an spegilinn og þvi miður allt of
margir i þeim tilgangi að finna
að sjálfum sér. Þeir finna útliti
sinu allt til foráttu. Oftast varir
þetta skamma hríð og foreldrar
verða að sýna umburðarlyndi á
meðan. Þegar fullum kynþroska
er náð liður þetta timabil hjá og
flestir unglingar sættast við lik-
ama sinn.
Þú biður um ráðleggingar um
hvernig þú getir minnkað rass-
inn. Megrunarkúrar eru ekki
lausnin. Hægt er að stunda í-
þróttir, þ.e. sund, gönguferðir
og fleira; borða mikið af græn-
meti og ávöxtum, drekka mikið
vatn, sleppa sætindum og gosi
en borða annars allan hollan
mat.
Svar:
Vini þinum hefur þótt spenn-
andi að kynnast þessum stúlk-
um. Reyndu að tala við hann um
þetta mál og kannaðu hug hans
til þín. Þú ert greinilega hrifin af
honum og sennilega hefur hann
áhuga á þér. Þú getur reynt að
kynnast honum betur. Tilfinn-
ingar breytast ört á unglingsár-
unum. Yfirleitt er vinátta og
frændsemi traustara en skot á
þessum aldri.
Skriftin er falleg og skýr og
ber vott um vandvirkni. Ég held
að þú sért 13 eða 14 ára.
V____*L
5 4 Æ S K A N