Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 9

Æskan - 01.08.1994, Side 9
- Hvenær fóru kvikmyndatökurnar fram? „Frá því fyrst í ágúst og fram til 20. október í fyrra. En ég var látinn safna hári allt sumarið. Ég átti nefni- lega að vera átta ára, lítill og bollu- legur - og var þá tíu ára.“ - Hvaða atriði þótti þér skemmti- legast? „Þegar ég var hjá hundakonunni.“ - En erfiðast við myndatökurnar? „Þegar ég þurfti að detta í ána. Vatnið var svakalega kalt. Mér fannst það erfitt þó að ég væri í þurrbúningi innan undir. Sem betur fór var bara tekið einu sinni þegar ég fór alveg í kaf. En ég varð að vaða tvisvar dálítið langt. Mér var mútað með körfuboltapakka til að skella mér í ána!“ - Hvernig fannst þér að standa fyrir framan myndavélina? „Það var allt í lagi. Aðalvandamál- ið var að leika vel. Mér fannst verst að oft mistókst eitthvað og þá þurfti að endurtaka atriðið." - Hvernig var þér leiðbeint? „Þorsteinn sagði mér hvernig ég ætti að leika. Fyrst lærði ég textann og síðan æfðum við okkur áður en farið var að taka upp.“ - Var unnið lengi á dag? „Frá átta á morgnana til klukkan sex - og við vorum bara í fríi á sunnudögum. Ég fékk líka aukafrí fá- eina daga þegar ég þurfti ekki að vera með á myndinni." - Varstu að mestu einn með full- orðnu fólki þennan tíma? „Já, en ég var dálítið með Gylfa syni Geirs, mannsins sem sá um búningana, þegar við vorum úti á landi. Þegar ég var einn spilaði ég rommý við Möggu „smink-konu“ í kaffitímum!1' GAMLA HJÓLIÐ MITT! - Hvað manstu spaugilegt frá upptökunum? „Til dæmis atriðið með hænurnar. Ein átti að setjast á hjólið. Það var ekki hægt að láta hana sitja kyrra svo að þeir urðu að binda hana við stýrið. En það var bara stutta stund. Hún átti líka að fljúga upp á ísskáp og auðvitað var ekki hægt að kenna henni neitt svo að það varð að henda henni upp á skápinn! Mér fannst líka eitt dálítið sniðugt. Það var nú ekki við myndatökurnar. Ég fór með Þorsteini til að kaupa hjólið sem ég á í myndinni. Við skoðuðum mörg hjól og loks fann hann eitt sem honum leist langbest á. Það var sérstaklega skrautlegt. En það var þá bara gamla hjólið mitt! Ég hafði fengið nýtt og sett það gamla í umboðssölu! Ég var auðvit- að afskaplega ánægður með að geta selt það!“ - Hvernig gekk þér með Skunda? Hafðir þú kannski átt hund áður? „Nei, ég hafði ekki átt hund en það gekk bara vel. Hann var reyndar dálítill ólátabelgur og ekki alltaf þægur en samt góður. Mér finnst Emil og Skundi. „Hann var ekki alltaf þægur..." Kári og Sigurður Sigurjónsson. „Mér fannst dálítið skammarlegt þegar ég var að hrópa hástöfum: Dagblaðið - Vísiiir!" Æ S K A N 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.