Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1994, Qupperneq 21

Æskan - 01.08.1994, Qupperneq 21
Kyrrí lítur við. í fyrstu sér hún ekki skóginn vegna snjóbirtunnar. Hún hallar sér fram og pírir augun. Allt í einu sekkur hún á bólakaf niður í snjóinn. Hún hrópar upp yfir sig og Aleb togar hana upp. Hún er hvít eins og ísbjörn. „Við verðum að gæta okkar," seg- ir hann og hlær en verður svo alvar- legur á ný og spyr: „Hvað gerum við nú?" Kyrrí hugsar sig um og svarar: „Ætli það sé ekki best að við stefn- um að Hamraskóginum snjólausa?" Aleb kinkar kolli. Þau eru bæöi búin aö fá nóg af snjónum. Þau ganga af stað þungum skrefum. Snjórinn er djúpur og hvert skref reynir á en fljótlega finna þau sína eigin tækni til að þau sökkvi sem minnst. Að stundarfjórðungi liðnum eru þau orðin algerlega uppgefin. Þau láta sig falla ofan í snjóinn og hvíla sig. „Af hverju ætli Hamraskógurinn sé snjólaus?" spyr Aleb þar sem hann liggur og starir upp í himininn. Kyrrí hugsar sig um vel og lengi, sest síðan upp og segir áköf: „Ætli sagan um kristalskúluna sé sönn?" Nú er Aleb einnig sestur upp og starir stóreygður á systur sína. „Kannski," hvíslar hann. Þau rísa á fætur og halda af staö á ný. Sagan um kristalskúluna miklu er landsþekkt. Samkvæmt henni er í miðjum Hamraskóginum hvítur kastali sem kristalskúla leynist í. Sá sem finnur kúluna fær eina ósk uppfyllta. Samkvæmt þjóbtrúnni er kristalskúlan brot úr sólinni og hef- ur því þann eiginleika ab geta brætt snjó og ís. En leitin að kúl- unni er erfiðari en ætla mætti. Kastalinn er langt inni í skóginum. Hann fellur inn í umhverfib og kristalskúlan er vel falin bak vib fjölda veggja og hindrana. Þau ganga lengi í áttina ab skóg- inum en hann viröist alltaf jafn- langt í burtu. Þau sökkva dýpra í snjóinn í hverju skrefi og leiðin verður sífellt erfibari. Þannig drösl- ast þau áfram uns snjórinn er skyndilega á enda. Þau standa uppi á hárri snjóbrúninni og horfa yfir skóginn. „Rennum okkur niður!" hrópar Aleb æstur. Honum finnst fátt skemmtilegra en ab renna sér. „Nei!" æpir Kyrrí dauðskelkuð og þrífur í bróður sinn. „Sjábu odd- hvössu steinana þarna niðri! Þú stórslasar þig ef þú rennir þér niöur." Aleb horfir nibur á jaðar skógarins og pírir augun á steinana. „Allt í lagi þá," segir hann fúll, snýr sér við og byrjar að feta sig of- urvarlega niður brekkuna. Kyrrí svim- ar við ab horfa á hann enda er hún mjög lofthrædd. Þó telur hún í sig kjark og heldur á eftir honum. Hún klifrar smáspöl en allt í einu skrikar henni fótur og hún rennur á ógnar- hraba niöur snarbratta brekkuna. Þegar hún flýgur fram hjá bróbur sínum grípur hann í hana í þeirri von ab geta stöbvað hana en þab verður til þess að hún tekur hann með sér í fallinu. Þau vita ekki af sér fyrr en þau eru lent nebst í brekkkunni. Sem betur fer hafa þau ekki fengiö eina einustu skrámu. Þau eru þó eilítið ringlub. Oddhvössu steinarnir voru í raun dúnmjúkir eins og oddhvassir koddar. Þessir „stein- ar" eru reyndar risastórir sveppir! í þeim eiga heima litlir álfar sem þyrp- ast reiöilegir út úr híbýlum sínum. „Þib eyðilögðuð húsin okkar," segir einn álfurinn en systkinin heyra ekki í honum enda er hann agnar- smár. Hann fær því landa sína í lið með sér og þeir kalla allir í kór: „Þið eybilögðuð húsin okkar." Nú fyrst heyra börnin í álfunum og líta undrandi í kringum sig. „Hver sagbi þetta?" spyrAleb. Honum er svarab af reiöilegum röddum. „VIÐ!" Nú koma systkinin auga á litlu kríl- in. Af einskærri forvitni tekur Kyrrí einn álfinn upp í lófann. í fyrstu er hann smeykur en róast þegar hann sér að hún ætlar honum ekkert illt. „Illir eru andarnir við okkur," segir álfurinn meb grátstafinn í kverkun- um. „Fyrst kemur þetta mikla fjall og eyðileggur hálft þorpib okkar og síð- an komið þib og eyðileggiö enn fleiri hús; þrjú íbúöarhús og leikhúsib okk- ar." Þegar álfurinn segir frá mæbu sinni fara systkinin einnig ab hugsa um vandamál sín. Skyldu þau nokkurn tímann sjá móður sína og þorpiö sitt á ný? Þau segja álfunum alla sólarsöguna og eftir frásögnina ríkir löng þögn. Allt í einu brýnir álfur nokkur raustina en samt ekki nógu hátt til ab systkinin heyri. Aleb lyftir honum því upp á öxl sína. „Ég held ab ég viti lausn á þessu vandamáli," segir álfurinn. „Ég fann eitt sinn kastalann sem krist- alskúlan er falin í." Þessi orð koma öllum á óvart, meira að segja löndum hans. Þeir höfbu ekkert heyrt um þetta getiö. „Fórstu inn?" spyr Kyrrí. „Nei," svarar álfurinn. „Ég hafbi ekki nóga krafta til ab opna „himin- háu" huröina. En kannski getum vib opnab hana ef vib leggjumst öll á eitt." Allir eru sammála um ab snjórinn þurfi ab hverfa og allt verba eins og ábur var. Systkinin og níu álfar eru því send í leiðangur í von um ab finna kristalskúluna dýrmætu ... Framhald í 8. tbl. (Berglind fékk aukaverölaun í smásagna- keppninni í fyrra. Hún var þá 7 3 ára). Æ S K A N 2 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.