Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1994, Qupperneq 24

Æskan - 01.08.1994, Qupperneq 24
ÆSKU PÓSTUR BIRTINC BRÉFA Kæri Æskupóstur! Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir frábært blað! Mér finnst allt í Æskunni afskaplega skemmti- legt og hlakka alltaf til að fá hana aftur. Ég hef nokkrar spurningar: 1. Ef maður sendir bréf til Æskunnar er það þá alltaf birt? Hvað þarf að bíða lengi eftir birtingu? 2. Veistu hvort Ace of Base gefur bráðlega út nýja plötu? Geturðu sagt mér í hve mörgum löndum hljómsveitin er orðin vinsæl? 3. Getið þið birt heimilisfang hjá aðdáendaklúbbi hennar? - (Ég gerðist áskrifandi í vor). Rympa Rúllutýsla. Svar: Þakka þér fyrir hlýleg orð, Rympa! 1. Nei, við getum ekki birt öll bréf sem okkur berast. Þau eru of mörg til þess. Spurt er um ótal atriði svo að við höf- um ekki tök á að svara öllu. Of mikil vinna væri að leita nægra upplýsinga. Dálítið misjafnt er hve lengi þarf að bíða eftir birtingu. Það fer eftir því hvenær bréfin koma. Oftast er gengið frá þættinum u.þ.b. mánuði áður en blaðið, sem hann birtist í, kemur út. Við geymum öll bréf og rennum yfir hlaðann við undirbúning hvers þáttar. Stundum fáum við upplýs- ingar sem við getum notað til að svara spurningum í „gömlum“ bréfum. í þeim tilvikum kunna að Ifða nokkrir mánuðir frá því að spurt var þar til svarað er. En oft sendum við spyrj- anda þá bréflegt svar. 2. Skífan hefur gefið út plötur hljómsveitarinnar. Starfsmaður þar vissi ekki til þess að plata væri vænt- anleg á næstunni (- spurt 2. september). í erlendu blaði lásum við að hún hygðist senda frá sér plötu í haust. Hljómsveitin er víða vin- sæl. Við vitum ekki í hve mörgum löndum. 3. Póstfang aðdáenda- klúbbs birtist í 5. tölublaði Æskunnar. Það hafði ekki borist þér þegar þú sendir bréfið. Við höfum sent þér 2. tbl. en í því var grein um hljómsveitina. LÍTILSAGA Kæra Æska! Ég sendi þér sögu eftir mig. GRETTIR HUNDUR Ég rak kýrnar. Grettir hljóp með mér. Á heimleiðinni fór- um við í kapphlaup. Þegar við vorum komin heim gaf ég honum vatn. Svo fórum við í ýmsa leiki, t.d. kött og mús. Hrönn Jónsdóttir 8 ára. Þakka þér fyrir söguna, Hrönn. BRÉFTIL NORE6S Kæra Æska! Ég þakka gott blað. Viltu birta veggmyndir með Maríu Carey, Arnold Schwarze- negger og krökkunum sem leika í My Girl 2? Eftir hve marga daga berst bréf héðan til Noregs? Hvað er klukkan í Noregi þegar hún er 12 á hádegi hér á iandi? Rósa. Svar: Þú hefur þegar fengið veggmyndir af Maríu og Arnaldi, Rósa! (5. og 6. tbl.) Hitt verður athugað. Bréfið getur borist við- takanda daginn eftir að það er sent (A-póstur) en oftar tveimur eða þremur dögum eftir sendingu. Um vetur munar einni klukkustund á tíma í Noregi og hér - en þar er klukkunni flýtt um eina stund á sumrin og þá munar því tveimur. (ísland 10 = Noregur 11 um vetur, 12 á sumrin). UM LEIKARA Kæri Æskupóstur! Getur þú birt fróðleiksmola um eða veggmynd með Johnny Depp og Geenu Dav- is? Þökk fyrir gott blað. Grátgjörn. Svar: Taktu gleði þín aftur, kæra vinkona, því að við getum frætt þig lítið eitt um Johnny: Hann varð fyrst þekktur 1984 fyrir leik í hrollvekju- gamanmyndinni, Martröð í Elm-stræti. Tveimur árum síðar fékk hann smáhlutverk í kvikmyndinni Platoon. En hann öðlaðist fyrst veruleg- ar vinsældir þegar hann lék í sjónvarpsþáttunum, Stökk- stræti 21 (Jump-Street 21). Á tíunda áratugnum hef- ur hann leikið aðalhlutverk í mörgum myndum, t.a.m. „Cry Baby“ og Eðvarði skærahendi (á móti kærustu sinni (sem verið hefur í mörg ár) Winona Ryder). Þær hafa ekki verið í þeim flokki kvikmynda sem „skjóta“ leikurum gjarna upp á stjörnuhimininn = fjörugar unglingamyndir með ástarívafi (Tom Cruise, Michael Fox og Keanu Ree- ves urðu stjörnur eftir leik í slíkum myndum þó að þeir hafi síðar sýnt á sér aðrar hliðar). Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að Jonni yrði eftirlæti unglings- stúlkna. Heimilisfang aðdáenda- klúbbs: Johnny Depp, c/o Y.C.M., 8942 Wilshire Boulevard, Beverly Hills, CA 90211, Bandaríkjum N-Ameríku. Við biðjum fróða lesend- ur að senda okkur línu um Geenu Davis ... ;lpurfalla alltaf fyrir strákum sem kunna sporið ... NANNAEÐA NÍNA Kæra Æska! Takk fyrir gott blað. Heitir stelpan í teikni- myndasögunni um Bert ekki Nina Nilsson? Getið þið birt veggmynd með leikurum í Staupasteini og stóra mynd af Steinaldar- mönnunum (eins og var aftan á 5. tbl.)? Bert Ljung. Svar: Þakka þér fyrir hóiið! Það er alveg rétt hjá þér að draumadís Berts nefnist Nína í sænsku útgáfunni. Við köllum hana Nönnu Jóns. Myndin af Steinaldar- krökkunum verður að duga. Staupasteins-fólkið kemst tæpast að. EVA OC ADAM OC ÆSKUVANDI Kæra Æska! Ég er nýorðin áskrifandi og hef fengið eitt blað eftir það. En öll þau Æskublöð, sem ég hef lesið, finnst mér frábær. Sagan um Evu og Adam er sérstaklega skemmtileg. Getið þið birt veggmynd með Michael Jordan og skrif- að grein um hann? Ér Æskuvandi nokkuð hættur? 2 4 ÆSKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.