Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Síða 40

Æskan - 01.08.1994, Síða 40
FRÁ BERNSKUVORI eftir Jón Jónsson. / 6. tölublaöi Æskunnar 1993 birtist frásögn af lífi átta ára drengs, Nonna á Hjalla, tvo daga vorib 1929. Hér á eftir verbur sagt frá ýmsu sem gerbist í lífi hans frá því ab hann var fimm ára og þangab til hann var orbinn tíu ára. Nonni átti tvo brœbur sem bábir voru eldri en hann og eina systur sem var þremur árum yngri. Eitt af því sem bræðurnir á Hjalla léku sér mikiö að á haustin og vorin var að raða kindahornum á beit. „Beitilandið" var lítill hóll stutt fyrir neðan túnið. Þar var hornunum raðað. í sláturtíðinni á hverju hausti báðu þeir pabba sinn að koma heim með hornin af kindunum sem hann fór með í sláturhúsið. Síðan skiptu þeir þeim á milli sín. Þannig fjölgaði bústofni þeirra mjög ört. Að vísu entust hornin af lömbunum ekki nema tvö til þrjú ár. Þá voru þau grafin. Horn af full- orðnu fé entust miklu lengur, eink- um af fullorðnum hrútum. Þess vegna vildu þeir eiga sem allra flest horn af fullorðna fénu. Leikurinn var í því fólginn að raða hornunum á beit. Þeim var raðað í langar raðir hlið við hlið þannig að endunum var stungið ofan í grassvörðinn. Haft var dálít- ið bil á milli hjarða eigendanna þannig að auðvelt var að ganga á milli hópanna. Það gekk alltaf á- rekstralaust að skipta hornunum milli bræðranna. Fyrst var skipt hornum af fullorðnu fé og síðan af lömbum. Við þetta undu bræðurnir löng- um stundum því að oft duttu hornin flöt, einkum ef hvasst var og rigning. En þeim þótti miklu skipta að þau dyttu ekki á hliðina því að þá yrðu þau svöng. Þess vegna varð að fylgjast daglega með hjörðinni. Þegar heyskapur var byrjaður höfðu þeir um annað að hugsa. Þá reyndi hver að hjálpa til eftir bestu

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.