Æskan - 01.08.1994, Page 48
„Já, ég hef lært á fiðlu í sex ár og
er komin með þriðja stig; líka á pí-
anó í tvö ár og hef tekið fyrsta stig á
það.“
- Þá hefur þú líklega leikið oft op-
inberlega ...
„Ég hef spilað á tónleikum og í
brúðkaupum. Svo fór ég með hópi
krakka til Noregs í vor. Það var í
tengslum við verkefnið, Lifandi
skógur. Norðmenn höfðu komið til
Húsavíkur í fyrra og við endurguld-
um heimsóknina. Krakkar úr 8. bekk
fluttu söngleik. Ég var í hljómsveit
sem lék undir. í henni voru nokkrir
krakkar úr tónlistarskólanum en þeir
voru reyndar allir eldri en ég, sá
yngsti þremur árum (eldri).“
- Þú stefnir væntanlega að því að
læra meira á fiðlu?
„Já. Ég hef lært hjá Sigríði Einars-
dóttur en hún er að hætta að kenna.
Ég fæ eistlenskan kennara í vetur.“
- Er tónlistargáfa í ættinni?
„Já, ætli það ekki. Mamma hefur
sungið með jasskórnum, Norðaust-
an 12. Hún og söngkennari heima
aðstoðuðu mig áður en ég fór suð-
ur.“
- Hvað finnst þér skemmtilegast
að læra í skólanum?
„Mér finnst rosalega gaman að
læra allt.“
LESTHLAUP Á SKAUTUM
Jóhannes Helgi Gíslason er 12
ára Akureyringur. Faðir hans vakti
hann klukkan hálfellefu að morgni
um helgi og sagðist hafa heyrt
söngvarakeppnina auglýsta í útvarpi
„Ég var kominn þangað sem
keppt var klukkan ellefu. Þá var þar
dálítil biðröð. - Já, það tóku margir
þátt í undankeppninni."
- Þú ert væntanlega söngvinn
fyrst hann ýtti við þér...
Rúnar Júlíusson ósk-
ar sigurvegara til
hamingju.
Helga Margrét og Dagný
lifa sig inn i sönginn ...
Lára Sóley syngur, Ég
einskis barn er.
Jóhannes Helgi Gíslason
flytur lagið í bljúgri bæn.
„Ég hef alltaf sungið mikið. Þegar
ég var smástrákur sungum við systir
mín oft í bíl hjá afa og ömmu. í hitti-
fyrra var ég í barnakór Akureyrar-
kirkju og síðastliðinn vetur í barna-
kór í skólanum."
- Hefur þú kannski sungið ein-
söng með þeim?
„Með kór kirkjunnar. í sumar söng
ég líka í Færeyjum í sumarbúðunum
Zarepta. Ég fór þangað á vegum
búðanna að Ástjörn. Bogi Pétursson
rekur þær.
Mig hefur alltaf langað til að læra
söng en kemst ekki enn í söngskóla
hér á Akureyri því að kennararnir
vilja að ég bíði þangað til ég hef far-
ið í mútur. Ég finn að ég er að missa
drengjaröddina. Það var mjög
skemmtilegt að fá þetta tækifæri til
að syngja og fá lagið á plötu áður en
röddin breytist."
- Hvað gerir þú annað í tóm-
stundum?
„Ég hef æft listhlaup í þrjú ár og
æfði fimleika frá því að ég var fimm
ára og til tólf ára aldurs."
- Hvernig gekk þér í þeim grein-
um?
„Ágætlega. Ég varð íslandsmeist-
ari í listhlaupi 10-12 ára drengja
1992.“
- Ætlar þú að æfa þær greinar á-
fram?
„Ég býst við að halda áfram í list-
hlaupinu. En núna legg ég mesta á-
herslu á nárnið."
- Hvaða námsgrein þykir þér
skemmtilegust?
„Danska. Ég er reyndaður ættað-
ur frá Danmörku. Amma mín er
dönsk.“
- Hvert er eftirlætislag þitt?
„Það eru ýmis falleg, róleg lög, lík
laginu sem ég söng, í bljúgri bæn.“
- Hefur þú verið oft í sumarbúð-
um að Ástjörn?
„Frá 1991. í sumar hjálpaði ég til
sem starfsmaður og hafði gaman af
því.“
- Hvað hafið þið helst fyrir stafni í
búðunum?
„Það er ótalmargt. Við förum til
dæmis á báta og húðkeipa (kajaka)
á vatninu og höldum kvöldvökur
með miklum söng og leiknum atrið-
um. Á morgnana eru biblíutímar.
Það er afar fallegt við Ástjörn og
allir hafa gott af að vera þar.“
4 8 Æ S K A N