Æskan - 01.08.1994, Side 56
FRA50CN VEROLAUNAHAFA I Á5KRIFENPACETRAUN ÆSKUNNAR:
S* D R AU M AFERP:
" I \ éS^k DANMERKUR
Elisabet Leifsdóttir, ellefu ára Kefl-
vikingur, vann flugferð fyrir fjóra
með Flugleiðum til einhvers Norður-
landanna i áskrifendagetraun Æsk-
unnar. Hér er hún við stjórnvölinnn!
Miðvikudagur 27. júlí. Stundin er
runnin upp! Við höfum verið að und-
irbúa hana frá því að Karl Helgason
ritstjóri Æskunnar tilkynnti mér að ég
hefði unnið flugfar fyrir fjóra til ein-
hvers Norðurlandanna. Danmörk
varð fyrir valinu. Ég hélt fyrst að
þetta væri draumur en sannfærðist
þegar ég fékk skjal afhent hjá Flug-
leiðum.
Þetta var fyrsta flugferð okkar
krakkanna, en auk mín, mömmu og
pabba eru bræður mínir Sverrir Örn
átta ára og Brynjar fjögurra ára með
í ferðinni.
Við fórum upp í flugstöð kl. 12 og
litum í Fríhöfnina og íslenskan mark-
að. í loftið fórum við kl. 13.35. Það
er gaman að koma í flugvél og við
höfðum nóg að gera á leiðinni við að
leysa þrautir í bókum sem við feng-
um hjá flugfreyjunum.
Við lentum á Kastrupflugvelli í
Kaupmannahöfn. Þar var heitt, 27
stiga hiti, en við höfðum tapað
tveimur klukkustundum sem er tíma-
munur á íslandi og í Danmörku.
í Kaupmannahöfn vorum við í þrjá
daga. Þar er margt að sjá. Fimmtu-
daginn 28. júlí fórum við að sjá líf-
varðaskipti við Amalíuborg þar sem
Margrét Þórhildur Danadrotting á
heima. Þaðan fórum við að skoða
Litlu hafmeyjuna, tákn Kaupmanna-
hafnar. Síðan héldum við niður að
Nýhöfn og fórum í siglingu með leið-
sögumanni. Við sáum Kristjánsborg-
arhöll, snekkju drottningar og fleira.
Elísabet ásamt bræðrum sinum, Brynjari
og Sverri Erni, í dýragarðinum í
Kaupmannahöfn.
SKEMMTILEGAST í
KLESSUBÍLUNUM
Við vöknuðum snemma á föstu-
daginn og fórum í dýragarðinn. Þar
voru mörg dýr, m.a. fílar, apar, Ijón,
mörgæsir og eiturslöngur. Þaóan
fórum við í vaxmyndasafn Louis
Traussaud og safnið, Hvort sem þú
trúir því eða ekki! („Believe it or
not“). Þar sáum við hina ótrúlegustu
menn, dýr og hluti.
Þá var komið að því sem enginn
Kaupmannahafnarfari má missa af:
Tívolí-skemmtigarðinum meó alls
konar leiktækjum og listamönnum.
En skemmtilegast er að fara í
klessubílana og „rússibanann". Það
var „æði“!
Á laugardaginn lögðum við af
stað til Jótlands. Þar vorum við í
sumarhúsi í eina viku. Á leiðinni
þangað fórum við með ferju yfir
Stórabelti. Nú er verið að smíða brú
yfir það.
Við vorum á góðum stað á Jót-
landi, í sumarhúsahverfi í Kölker.
Þaðan er stutt í Legoland sem er
5 6 Æ S K A N