Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 58

Æskan - 01.08.1994, Side 58
Pósthólf 523, 121 Reykjavík Umsjón : Sigurborg Sveinbjörnsdóttir VANDRÆÐI Kæri þáttur! Ég týndi jakkanum mínum fyrir nokkrum mánuðum. Vin- ur minn fann hann fyrir nokkrum dögum. Þegar ég sá hann tók ég eftir því að hann hafði verið rifinn. Mamma sagði mér að ég ætti bara að láta þetta vera en ég get ekki hætt að hugsa um það. Ég. Svar: Það er mjög bagalegt að tapa fötum sínum. Bæði er utanyfirfatnaður mjög dýr vara - og eins er vont að tapa jafnvel eina jakkanum sínum. í bréfi þínu kemur ekki nógu vel fram hvort jakkinn var tekinn frá þér eða hvort þú hefur gleymt honum einhvers staðar. Engu að síður fannst jakk- inn skemmdur og ekki er vitað hver eyðilagði hann. Því miður er þetta of al- gengt meðal skólabarna. Það að taka hluti frá öðrum eða skemma er óhæfa. Ég skil vel að þú sért ekki sáttur við svar móður þinnar. Ræddu við hana um það hve leiður þú sért vegna þessa. Vonandi fréttir sá sem eyðilagði jakkann af þessu bréfi og getur þá skilið hve sár þú ert. Þakka þér kærlega fyrir bréfið. CRÖNN ... Kæra Sigurborg! Vandamál mitt er það að ég er rosalega mjó. Eg er tólf ára en aðeins 30 kíló (147 sm). Ég stækka bara, fitna ekkert - alls ekkert. Ég borða eins og ég get en samt... Þó að góður matur sé á borðum fæ stundum ógeð á honum. Hvað lestu úr skriftinni? Fitubolla - eða hitt þó heldur. Svar: Eins og ég hef áður sagt er þyngd mjög afstætt hugtak og miðast sjaldn- ast eingöngu við aldur. Þar skipta aðrir þættir máli, til að mynda beinabygging. Þú getur ekkert um hvort þú sért mjög beinasmá. Líklega er best fyrir þig að tala við hjúkrunarfræðing í skólanum þínum eða heilsugæslustöðinni. Þar getur þú líka fengið raun- hæft mat á þyngd þinni. Ég er ekki sérfræðingur í að lesa úr skrift en þú hefðir mátt vanda þig bet- ur við frágang bréfsins. Kær kveðja. HRIFINN ... Svar til Eins sem er hrif- inn...: Þakka þér fyrir skemmti- lega skrifað bréf. Það er gaman að fá bréf frá svona hressilegum strák. Flest bréfin, sem berast til Æskuvanda, eru frá stúlk- um en þó eru alltaf nokkur frá strákum. Vandamálið, sem þú lýs- ir, er nokkuð algengt. Þú nefnir ekki aldur þinn í bréfinu en ég geri ráð fyrir að þú sért 13-14 ára. Er það rétt skilið hjá mér að þig langi til að vita hvort stelpan sé líka skotin í þér? Eða langar þig til að segja henni að þú sért skotinn í henni? í báðum tilvikum er um fátt annað að ræða en reyna að kynnast stúlkunni vel. Kynntu þér áhugasvið hennar og við hvaða að- stæður sé iíklegt að þið tengist utan skólans. Þetta getur þú gert án þess að tala beint við hana. Reyndu síðan að fylgjast með stúlkunni þegar hún er ná- lægt þér. Sýnir hún einhver merki um áhuga eða skot? Brosir hún til þín? Þú gætir líka boðið henni í bíó, sund eða eitthvað annað sem ykkur finnst skemmtilegt. Þannig gætu leiðir ykkar legið saman og þá færðu tækifæri til að kynnast henni. Reyndu líka að auka sjálfstraust þitt svo að þú þorir að horfast í augu við eigin tilfinningar og tjá þær öðrum. Gangi þér vel! VONSVIKIN Kæri Æskuvandi! Ég hef ekki þorað að skrifa áður. En ég á við tvö vandamál að stríða. Ég er 14 ára og ekki komin með hár á vissa staði. Ég er ekki með nein brjóst og hef ekki haft blæðingar en það kemur stundum slím. Stelpurnar í bekknum stríða mér mikið. Hitt vandamálið er aö ég er hrifin af strák. Hann byrj- aði að vera með bestu vin- konu minni og ég er mjög vonsvikin. Ein í vanda. Svar: Mörg bréf berast mér um þetta vandamál. Það er ekkert óeðlilegt við það að þú skulir ekki byrjuð að hafa blæðingar. Slímútferðin, sem þú lýsir, er undanfari þeirra. Hún getur tekið á sig ýmsar myndir, verið þykk eða þunn og í ýmsum litum. Hvað varðar hárvöxtinn skaltu vera alveg róleg. Fyrr en varir verður þetta allt komið af stað. Blæð- ingarnar verða sennilega byrjaðar þegar þetta bréf birtist. Reyndu að leiða hjá þér hvernig stelpurnar í bekknum tala. Þær hafa reynt þetta líka og ættu því ekki að sýna þér þetta til- litsleysi. Áhyggjur þínar af síðara vandamálinu ættirðu að ieiða hjá þér. Það getur verið að vinkona þín sé frakkari en þú í þessum máium. En fleiri fiskar eru í sjónum sem betur fer og þú átt áreiðanlega eftir að kynnast því. Gangi þér vel! EINFARI Kæra Sigurborg! Ég vona að þú getir að- stoðað mig. Ég veit að þú færð mörg bréf úm svipuð vandamál. Ég er 1,68 m á hæð og 85 kg. Er það eðlilegt? Ef ekki - er hægt að gera eitthvað við því? Ég er orðin kynþroska (að ég held) og er byrjuð að hafa blæðingar (- byrjaði þegar ég var ellefu ára). En nú hef ég ekki haft tíðir í langan tíma og líður mjög illa. Ég er mjög aum í brjóstun- um. Mér finnst líka oft eins og maginn á mér sé upp- blásinn þó að ég sé í megrun (eða reyni það). Oft finnst mér eins og ég sé tilfinningalaus. Náið skyld- menni mitt lést fyrir nokkru. Mér fannst eins og ég gæti ekki grátið. Ég grét mest þegar ég frétti það. Síðan hef S 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.