Skírnir - 01.01.1928, Síða 9
2
Finnur Jónsson sjötugur.
jSkírnir
ein eða geta, að því verki sé nú svo langt komið, að aldrei
verði fjórða manni skipað þar á sama bekk. Það er ekki
af handahófi, sem ég minnist þessa hlutans af starfi Finns
Jónssonar, þó að annars verði engin tilraun gjörð til þess
að telja verk hans í þessari stuttu grein. Rannsókn hins
forna kveðskapar, útgáfa kvæðanna og skýring hefur verið
höfuðþáttur hinnar margháttuðu vísindastarfsemi hans, þar
sem hvert stórvirkið hefur rekið annað. Á málfræðinga-
fundinum í Stokkhólmi 1886 lagði hann fram fyrirætlan sína
um nýja útgáfu dróttkvæðanna, þar sem textinn bæði væri
prentaður nákvæmlega eftir öllum handritum og færður
eftir föngum til réttrar og upprunalegrar myndar. Eftir 30
ár var verkinu lokið, Den norsk-islandske skjaldedigtning
í fjórum bindum og annari útgáfu skáldamálsorðabókar
Sveinbjarnar Egilssonar (Lexicon poeticum). í þessum verk-
um mátti segja, að arðinum af starfi hans og fyrirrennara
hans væri öllum safnað í eina kornhlöðu. Ég hygg, að
dómur Björns M. Ólsens um þau muni lengi standa: »Eitt
er víst: Ef vísindamenn síðari tíma komast feti lengra en
Finnur Jónsson í þessu efni, þá er það af því, að þeir
standa á hinum breiðu og sterku herðum hans og byggja
á þeim grundvelli, sem hann hefur lagt . . .« (Skírnir 1912,
377). Mætti þetta vera áminning þeim mönnum, sem með
ærnu yfirlæti hafa gjört athugasemdir við þetta verk og
fært þar til steinvölur sem útgefandinn og meistarar hans
veltu björgum.
En um erindið úr Hávamálum hef ég skift skoðun.
Margar vísnaskýringar Finns Jónssonar finnst mér mikið
til um. Ég minnist þess jafnan með ánægju, hvernig hann
skýrði Hávamál haustið 1907, þegar ég var orðinn læri-
sveinn hans við Hafnar-háskóla (smbr. hina ágætu útgáfu
og skýringar kvæðisins frá 1924). En þessa einu vísu hef-
ur hann skýrt fyrir mér með lífi sínu og starfi, svo að ég
þykist nú skilja hana betur en flestar aðrar. Nú dáist ég
ekki einungis að því, hversu vel Finnur Jónsson kunni að
yelja sér einkunnarorð. Ég undrast hitt, að nokkur maður