Skírnir - 01.01.1928, Síða 10
Skirnir)
Finnur Jónsson sjötugur.
3
skuli geta fundið sér einkunn svo vel við sitt hæfi i skáld-
skap annars manns.
II.
Engan skyldi furða, þó að Finni Jónssyni þyki eldur-
inn beztur. Eldurinn er sú höfuðskepna, sem hann er mest
í ætt við. Mér þykir ekki ótrúlegt, að á æskuárum hans
hafi stundum blátt áfram verið sagt um hann, að hann
væri »funi«. Þeir, sem hafa heyrt hann taka þátt i deilum
um stjórnmál og trúmál, og reyndar hvaða mál, sem hann
lætur til sín taka, vita, að honum hitnar fljótt, og engum
andstæðingi hans mun hafa til hugar komið að bregða hon-
um um hálfvelgju. Samt hafa öll slík mál ekki verið nema
aukaatriði í Iífi hans, hitinn hefur blossað þar upp í logum.
En vísindastarfið hefur verið meginatriðið. í áhuga hans á
rannsóknum norrænna og íslenzkra fræða hefur eldurinn
brunnið jafnt og sífellt, innfjálgur og óslökkvandi. Finnur
Jónsson trúir af alhug á mátt og verðmæti vísindanna.
Hann er í þeim efnum sem fleirum fasthaldur á þær skoð-
anir, sem hann tók tryggð við á yngri árum. En sérstaka
trú hefur hann á sínum eigin visindum, norrænum fræðum.
Hann gleymir því vafalaust oft, hversu lítill reitur þau eru
í víðlendi mannlegrar þekkingar og hversu skammt áhrif
þeirra ná. Hann ritaði um dr. Kr. Kálund sjötugan í afmælis-
rit hans og kemst þar svo að orði, þar sem hann segir frá
því, að Kálund hafi orðið bókavörður við safn Árna Magnús-
sonar: »AIdrei hefur nýtari maður komizt í þarfari stöðu«.
Ekki langar mig til þess að gjöra lítið úr norrænum fræð-
um né starfi annars eins afbragðsmanns og Kálund var.
En þó vöknuðu ýmis dæmi til samanburðar, þegar ég las
þetta, dæmi manna, sem höfðu verið hvorttveggja, miklir
vísindamenn og velgjörðamenn alls mannkynsins. Og ég
gat ekki annað en brosað að þessum stóru orðum.
En brosið fer af við nánari umhugsun. Því að Finnur
Jónsson á með að segja stór orð um vísindi sín. Þau verða
ekki í munni hans rmílróf né gífuryrði. Þar stendur mað-
1*