Skírnir - 01.01.1928, Page 11
4
Finnur Jónsson sjötugur.
[Skirnir
ur bak við orðin. Hafi nokkur maður fórnað lífi sínu fyrir
vísindi sín og sýnt svo trú sína á gildi þeirra í verkinu,
þá er það hann. Ég vil aðeins nefna allar útgáfur hans til
dæmis. Að taka orðamun úr handritum, oftast meir og
minna torlesnum, er illt verk, seinlegt, leiðinlegt, fer illa
með augu, heila og hug. Það er líka vanþakklátt. Fáir gefa
orðamuninum gaum, enda er oft og einatt talsvert af hon-
um bersýnlega einskis virði. En útgefandinn tekur hann út
í æsar, til þess að spara öðrum fræðimönnum efasemdir
og fyrirhöfn. Útgáfur Finns Jónssonar eru meira en vinna.
Þær eru afskaplegt þolinmæðisverk, unnið af manni, sem
að eðlisfari er örgerður og óþolinmóður. Þær eru persónu-
leg fórn mannsins til þeirra fræða, sem hann hefur unnað
af heilum huga, fórn, sem er ekki færð einu sinni fyrir allt
í andartaks móði, heldur á óteljandi vinnustundum og
þreytustundum. Hann hefur ofboðið heilsu sinni, svo sterk
sem hún hefur verið, ekki ætlað sér af. Menn hafa spurt
hann um, hvernig hann færi að afkasta öllum þessum ósköp-
um, eins og hann byggi þar yfir einhverju leyndarmáli. En
það leyndarmál er ekki annað en ástin á starfinu, — eld-
urinn. Ég held, að slíkum manni verði að fyrirgefa, þótt
hann sé ekki sífellt að meta gildi fræða sinna á heimspek-
ings vísu, bera það saman við gildi annara greina né líta
á vísindin sem skeljabrot á ströndinni við úthaf vanþekk-
ingarinnar.
En Finnur Jónsson hefur ekki einungis sýnt áhuga
sinn á norrænum fræðum í einrúmi við ritstörf sín. Það er
varla hægt að tala við hann, án þess að verða snortinn
af sama anda. Félagi minn einn fór til hans að tala við
hann um kjörsvið til meistaraprófs. Hann ætlaði að kjósa
goðafræði, en fannst hún svo mikið rannsökuð, að örvænt
væri um að gjöra nokkuð nýtt. Þessu stundi hann upp við
prófessor Finn. Svarið var stutt og laggott: »Þar er allt
ógjört!« Félagi minn kom heim aftur sigri hrósandi, með
nýja trú á efninu. Því miður hefur Finnur Jónsson orðið
að sá þessum áhuga sínum í grýtta jörð, þar sem hafa
verið nemendur hans við Hafnar-háskóla. Þegar ég minnist