Skírnir - 01.01.1928, Síða 13
6
Finnur Jónsson sjötugur.
[Skirnir
þess starfs verður varla deilt. Skoðun Finns Jónssonar á
þessum efnum hefur líka hæft honum að því leyti, að hann
hefur mestmegnis fengizt við að gefa út, skýra og skrifa
um rit, sem mörkuð eru skýrri og sterkri hugsun. Hann er
í rannsóknum sínum laus við óra og hugarburð. Þar sér
alltaf til sólar. Stundum kann hann að vera fullharður við
þá menn, sem honum þykja fara með heilaspuna eða létt-
úðugt andríki. En því verður ekki neitað, að hann hefur
stundum sópað burt miklu af reyk og þoku, sem þyrlað
hefur verið upp að óþörfu, með þvi að segja fáein orð af
viti, sem hæfðu í mark. Rannsóknum norrænna fræða hefur
alltaf stafað hollusta af honum.
Ekkert sýnir ljósar heilbrigða skynsemi Finns Jónsson-
ar en hvernig hann hefur kunnað að velja sér verkefni.
Hann hefur ekki verið að gaufa í útjöðrum fræða sinna,
ekki sýnt tilfyndni sína i tómum smámunum, eins og komið
getur fyrir mikla hæfileikamenn. Hann hefur jafnan ráðizt
þar á garðinn, sem hann var hæstur og þörfin mest að
vinna. Því bera vísindin hans svo miklar minjar. Verk eins
og dróttkvæðaútgáfan og bókmenntasagan hafa átt megin-
þátt í því að koma norrænum fræðum af æskuskeiði á
fullorðinsaldur.
IV.
Sólar sýn, heilindi, lastaleysi — þetta er heilbrigði
líkama, vits og vilja. Finni Jónssyni hefur verið gefið þetta
allt saman. »Finnur er byggður úr íslenzku stuðlabergí«,
sagði franskur kunningi minn einu sinni við mig. Þó að
hann reyndi einu sinni svo á heilsu sína, að það hefði
brotið flesta menn, beygði það hann að eins um stundar
sakir. Hann rétti aftur við, án þess að hafa látið hlé verða
á starfinu, og ber nú sjötíu árin rakkur og reifur. Allir
vinir hans og þeir, sem fræðum hans unna, munu taka
undir þá ósk, að hann megi enn njóta lengi lífs og heilsu.
Þó að hann láti nú af kennslu, eftir rúmra 40 ára starf
við Kaupmaimahafnar háskóla, er engin hætta á, að hann
skorti verkefni. Það má vita með vissu, að hver dagur,