Skírnir - 01.01.1928, Page 17
10
Samþróun likama og sálar.
Skírnir]
ýmsra andlegra eiginda stuðnings í ýmsum rannsóknum
lifeðlisfræðinga. Skal ég aðeins minna á Ribot, Bergson
og McDougall. En enginn sálarfræðingur hefur, svo að ég
viti, gjörzt til þess, að kynna sjer allar hinar fjölmörgu
rannsóknir, er gjörðar hafa verið síðustu áratugina innan
vébanda lífeðlisfræðinnpr, vinsa úr þær rannsóknirnar, sem
þrautprófaðar eru og því viðurkenndar réttar, og nota
sér þá hina ótæmandi fjársjóði til djúptækrar þekkingar
á sálarlífi manna og málleysingja, sem þar eru fólgnir.
Ég held mér sé óhætt að segja, að doktorsritgjörð
mín sé fyrsta verulega tilraunin í þá átt að gjöra
þetta innan þeirra takmarka, sem henni eru settar, — en
hún fjallar aðeins um þrjú líkamskerfi mannsins. En innan
þeirra þriggja kerfa hef ég leitazt við að samhæfa fyrst
og fremst starfskerfi og eðlishvöt þess og i öðru
lagi starfsþáttu innan vébanda hvers kerfis og eðlis-
hvatir þeirra. Með öðrum orðum, að ákveða sem
nánast hinn líkamlegagrundvöli eðlishvatanna.
Ég held mér sé óhætt að segja, að í þessari fræði-
grein, sem hér er hafin, í samþróunarfræðinni, nemi sálar-
fræðingarnir nýtt land. Og er þessi tegund sálarfræði sprott-
in beinleiðis upp úr sjálfri lífeðlisfræðinni. Hún er því al-
gerlega byggð á raunspeki o: fyrst og fremst á tilraun-
um og rannsóknum innan vébanda Iífeðlisfræðinnar og
í öðru lagi á athugun ýmsra fyrirbrigða úr daglegu lifi
voru. Auðvitað getur henni komið ýmiskonar stuðningur
frá hugspekinni. En hún er ekki grundvölluð á hugspeki,
eins og sálarfræði sú, er lengst af hefur verið ein um hit-
una að bera það nafn og aðallega er byggð á athugun
eigin andiegs lífs »heimspekinganna«.
Auðvitað ætlar samþróunarfræðin sér engan veginn
þá dul, að útrýma hinni góðu gömlu sálarfræði. — En hún
vill reyna að skapa sér traustan grundvöll — reyna að
sjá fótum sínum forráð, — og markmið hennar hlýtur að
vera það, að leggja smámsaman undir sig allan manns-
likamann — með öllum skynfærum hans, með öllu heila-,
tauga- og magnkirtla-kerfi hans, — hnitmiða allt niður í