Skírnir - 01.01.1928, Side 18
[Skímir
Samþróun líkama og sálar.
11
sérstæð, meir eða minna sjálfstæð kerfi, starfskerfi, að-
greina hinar fjölmörgu starfsdeildir, innan vébanda hvers
starfskerfis — og samhæfa loks alla andlega eiginleika
mannsins — fyrst við hin einstöku kerfi, þá við hinar ein-
stöku starfsdeildir. Að því loknu kemur til álita eitthvert
hið merkasta atriði innan vébanda sálfræðinnar, — nefni-
lega að gera sjer ljósa og ákveðna grein fyrir því, hvort
einhverjir andlegir eiginleikar verði fundnir, sem eigi sé
unnt að staðfesta, staðbinda í neinu líkamskerfi né sam-
hæfa neinni starfsdeild innan vébanda líkamans — hvort
vér eigum algerlega andlegar eigindir — óháðar hvers-
kyns líkamsþáttum eða ekki. — Markmið þetta er að vísu
svo fjarri, að heita má að það eygist aðeins í blámóðu
fjarra vona. — En leiðin er þegar fundin og fyrstu sporin
eru þegar stigin. Vona ég mér hafi tekist í doktorritgjörð
minni, að sýna fram á það til hlítar, hversu samhæfa má
vissar andlegar eigindir vissum starfskerfum og starfs-
deildum innan vébanda líkama vors.
Skal ég nú í sem fæstum orðum gera grein fyrir
hugsunum þeim og námi því, er leiddi mig til þess að
takast þessa samhæfingu á hendur, einnig starfsaðferðum
minum og ályktunum þeim, er ég komst að. —
Ég verð fyrst og fremst að drepa á það, að það var
engin hending, að ég kaus mér París aðallega til vistar-
veru meðan ég var styrkþegi Hannesar Árnasonar sjóðs-
ins, og að ég samdi doktorrit mitt á frönsku frekar en á
ensku. — Ég hafði kynnzt franskri heimspeki þá fyrir
mörgum árum, og einkum og sérílagi urðu þeir Ribot og
síðar Bergson til þess að beina athygli minni að lífeðlis-
fræði, sem nauðsynlegri undirstöðu sálarfræðinnar, — þótt
hvorugur þeirra ætti því láni að fagna, að á þeirra tíð væru
til fullnægjandi rannsóknir á neinu sviði lífeðlisfræðinnar,
svo að á þeim væri unnt að byggja rökstuddar álykt-
anir um neitt það, er að sálarfræðinni laut. —
Einkum og sérílagi varð hin fræga bók Bergsons —
Evolution créatrice (»Hin skapandi þróun«) mér hvetj-