Skírnir - 01.01.1928, Page 19
12
Samþróun líkama og sálar.
[Skimir
andi og frjóvgandi. Hún vakti hvorttveggja í senn: hugs-
un um þróun mannlegs anda og skilning á því, að líf-
eðlisfræði sú og þróunarsaga sú, er Bergson færir sínum
ályktunum til stuðnings, var þegar á ýmsum sviðum úrelt
og hrakin fyrir nýjar og fyllri tilraunir lífeðlisfræðinga á
þessum sviðum.
Varð mér það brátt fyllilega ljóst, að til þess að skilja
þróun mannsandans, væri nauðsynlegt að skilja til hlítar
þróun hins lifandi efnis upp í mannslíkama — eða rjettara
sagt, að reyna að feta sig áfram frá frumstæðustu og ein-
þættustu eigindum og starfsfærum hinna fábrotnustu lífvera
upp í þroskamestu og fjölþættustu eigindir og starfsfæri
hinna fjölbrotnustu lífvera. — Mér varð það fyllilega ljóst,
að sérhver ályktan um tengdir anda og efnis, — um að-
stöðu sálar og likama, — hlaut að verða meira eða minna
byggð í lausu lofti, ef hún væri eigi grundvölluð á rót-
tækri þekkingu á þróun og þroska lífveranna og lífsfyrir-
brigðanna.
Árið 1920 var handritið að hinni íslenzk-dönsku orða-
bók loks tilbúið, og fékk ég hið sama ár Hannesar Árna-
sonar styrkinn. Var ég þá þegar búin að gjöra mér Ijósa
grein fyrir þvi, hvað ég ætlaði mér að reyna að starfa
á heimspekissviðinu, og búin að lesa svo mikið í heim-
speki og lífeðlisfræði, að ég hafði eygt ýmsa möguleika,
ýms atriði, er sálarfræðingarnir höfðu enn eigi notað sér.
— Nú átti ég því láni að fagna að geta loks gefið mig
alla og óskifta að eigin áhugamálum, og sá ég bráðlega,
að viðfangsefni það, er ég hafði tekið mér, var eigi
all-lítið, og að á ýmsum sviðum skorti enn þær rannsóknir
í lífeðlisfræði, er nauðsynlega yrði að gjöra, ef ég ætti að
geta framfylgt ætlan minni.
Ég vildi þó eigi gefast upp að óreyndu, og eins og
eðlilegt var, samkvæmt þvi sem ég hef sagt hér að fram-
an, byrjaði ég nú á því að kynna mér hið helzta og merk-
asta, er skráð hefur verið um rannsóknir á háttum og eðli
hinna óbrotnustu lífvera, einfrumunganna.
Hjá allra óbrotnustu einfrumungum eru þegar til