Skírnir - 01.01.1928, Page 20
[Skírnir
Samþróun likama og sálar.
13
orðnir sérstæðir blettir eða svið, er svara ytri áhrifum sitt
á hvern hátt. En eigi mynda svið þessi í upphafi nein sér-
stæð starfsfæri. Þó er enginn vafi á því, að hér er um að
ræða einskonar frumstæð starfsvið, svo frumstæð,
að þau eru fyrsti vísirinn til starfskiftingar þeirrar, er
myndast fyrir ytri áhrif hjá frumstæðustu lífverum. En
þessi frumstæða starfskifting virðist vera í því fólgin, að
lífveran gerist inisjafnlega hrifnæm — gegn áhrifum
þeim, er verka skapandi á hana. — Hún svo að segja
skiftir þeim störfum niður á viss svið, að taka á mót hin-
um fjölmörgu áhrifum og svara þeim á þann eina hátt, er
henni er unnt, það er að segja með sérstökum efna-
breytingum — er að lokum leiða til formbreytinga.
Þessi frumstæðu svið n e m a nú hvert um sig a ð e i n s
vissar tegundir ytri áhrifa — og má eiginlega segja
með sanni, að sérhvert svið sé þrungið einskonar frum-
stæðri samúð gagnvart þeim áhrifum, sem það er hrif-
næmt fyrir. Það nemur þessi áhrif, það lagar sig eftir
þeim og það endurómar þau í sjálfu sér, ef svo mætti
að orði kveða. — Og þetta gjörist á æ fyllri' og fullkomn-
ari hátt, eftir því sem lífveran þroskast. Þurfum vér eigi annað
en benda á augnblettinn — sjónarsviðið, sem mynd-
ast þegar hjá þroskuðum einfrumungum, og bera síðan þetta
frumstæða, ljósnæma svið saman við mannsaugað með
hinum fjölbreyttu sjóntækjum þess. Sjáum vér þá eitt dæmi
þessarar sérstæðu sviðaþroskunar frá einfaldastahrif-
næmi upp í fjölbreyttasta líffæri. — Svo sannreynt er það,
að augað hefur myndast og þróast fyrir áhrif ljóssins, að
séu hryggdýr með velþroskuðum augum látin dvelja í
dimmum jarðhellum, kynslóð eftir kynslóð, þá missa þau
sjónina eftir nokkra ættliði. Og þar á eftir fara augun að
úrholdgast. Svo nauðsynleg er birtan þessu líffæri. Og
hið sama mundi verða uppi á teningnum með sérhvert
skynvit, er ættlið frarn af ættlið væri svift þeim ytri
áhrifum, er upprunalega hefðu myndað það hið hrif-
næma svið hinna frumstæðu lífvera, sem skynfærið ætti
rót sína til að rekja.