Skírnir - 01.01.1928, Síða 21
14
Samþróun líkama og sálar.
[Skímir
Þessi frumstæða samúð, er kemur í ljós í sérstæðu
hrifnæmi afmarkaðra sviða hjá frumstæðum lífverum, er í
innsta eðli sínu skapanmegin sjálfrar lífverunnar.
Þvi fleiri hrifsvið sem myndast, þvi fjöjlþættara
verður skapanmegin hennar. Því fleiri tegundir ytri á-
hrifa megnar hún að nota sjálfri sér til vaxtar og við-
gangs. — Sjáum vér og, að einmitt eftir því sem lífver-
unum vex fiskur um hrygg, eftir því fjölgar og þeim ytri
áhrifum, sem þær eru hrifnæmar fyrir, — fleiri og fleiri
skynsvið myndast, — og starfsþættirnir innan vébanda hvers
starfssviðs fjölga.
ijs-i Það er sem sé næsta stig þróunarinnar hjá einfrum-
ungnum, að sérstæðar starfsdeildir eða starfs-
þættir myndast. — Eru starfsþættir þessir mjög einfald-
ir og óbrotnir og aðeins í fyrstu á tveim sviðum, meltingar-
sviði og hreyfisviði. Frumstæðasta meltingarfærið, frumstæð-
asti starfsþátturinn, er aðeins ofurlítil blaðra eða bóla
— meltingarblaðra — og á hún í fyrstu mjög einhæfan melt-
ingarvökva. En svo getur meltingarkerfið þroskast þegar hjá
einfrumungi, að það geti leyst eða melt allmörg efni. —
Má þar meðal annars nefna hina hvítu einfrumunga blóðsins.
Starfsfæri hreyfikerfisins eru hjá einfrumungum eins-
konar hár eða örður, er þeir fleyta sér áfram með. — Eru
starfsþættirnir hér því margir, — en allir svo frumstæðir
og óbrotnir sem framast má verða.
Ekki hefur tekizt að finna neitt taugakerfi hjá einfrum-
ungum, — þar ber mest á tveim aðalpörtum, kjarna og
frumuholdi. Og virðist kjarninn vera sá parturinn, er lífs-
störf einfrumungsins aðallega séu háð. Og jafnan þá er
sérstæð starfsfæri myndast, skiftir kjarninn sér áður og
verður kjarnapartur jafnan með í sérhverju starfsfæri.
Jafnskjótt og starfsfæri, — meltingarblaðra eða hreyfi-
færi —, er fullmyndað, ná þau svo miklu sjálfstæði, að séu
þau skilin frá líkama einfrumungsins, geta þau lifað lengi
og haldið starfi sínu áfram, eins og meðan þau voru á líf-
verunni. Meltingarblaðran heldur áfram að dragast sundur
og saman, eins og meðan lífveran er að melta það, sem