Skírnir - 01.01.1928, Síða 22
|Skimir
Samþróun likama og sálar.
15
hún tínir i hana, og »lappirnar« halda áfram að hlaupa
alveg eins og lífveran væri að neyta þeirra og þættist eiga
fótum sinum fjör að launa. En ekki varir lif þessara starfs-
færa þó marga daga, — þau veslast upp og deyja loks
úr hungri.
Þetta sýnir ótvírætt, að sérhæfð starfshvöt er hin-
um fyrstu og frumstæðustu starfsfærum í blóðið borin, —
hún er innsta eðli þeirra og skilur ekki við þau
fyr en í dauðanum. Og það er einmitt þessi i eðlið
borna starfshvöt, sem vér í daglegu tali nefnum
eðlishvöt. Og kemur hér fram sem oftar, hve málið
okkar er djúpúðugt og rökrétt, er það á jafn hnitmiðað
orð til yfir þetta hugtak — löngu áður en farið var að
reyna að þjálfa það sem heimspekismál.
Margar tilraunir hafa verið gjörðar til þess að ganga
úr skugga um það, hvort einfrumungurinn fyndi til
nokkurrar vitundarglóru um þessar starfshvatir
eigin starfsfæra sinna. Þykir sumum slíkt næsta ótrú-
legt, þar s.em ekkert taugakerfi sé til, — en aðrir telja
sennilegt, að kjarni einfrumunga komi þeim að einhverju
leyti i taugakerfis stað, og sé því alls eigi loku fyrir það
skotið, að þeir eigi bæði skynglóru og vitundarglóru. Hefur
og raun borið vitni um, að einfrumungur fer af stað að
leita sér næringar, þegar meltingarblaðran er tóm, og
virðist hann því hljóta að finna til hungurs. Sömuleiðis
tekur hann til fótanna, ef of heitt eða of kalt er á honum,
og virðist hann því s k y n j a hita og kulda — og hafa v i t
því, að nota hreyfifærin til þess að forða sér, ef honum
stafa óþægindi af.
Verður því eigi betur séð, en að hinar frumstæðustu
starfsdeildir lífveranna séu þegar frá upphafi tvíeðla:
efnisrænar og andrænar. Þvi að starfshvöt þeirra, e ð 1 i s h v ö t
þeirra, verður að teljast til andræns eðlis. Og virðist eigind
þessi koma í ljós þegar í vitund einfrumungsins sem þörf
eða löngun til þess að beita hinu óbrotna og frumstæða
starfsfæri á þann hátt, er samsvari gerð þess. —
Starfsfæri einfrumungsins eru sem sagt frumstæðust allra