Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 23
16
Samþróun likama og sálar.
[Skirnir
starfsfæra lifandi vera, og eðlishvöt sú, er við þau er tengd,
er aðeins snefill af eðlishvöt. En hvorttveggja þróast sam-
tímis. Starfskerfin blandast aldrei saman, en hverju um sig
vex fiskur um hrygg, og fjölga þá starfsþættirnir og verða
æ fjölbrotnari, er taugakerfi myndast og heili. Og viðvíkj-
andi andrænu hliðinni, eðlishvötinni, þá eykst hún líka og
eflist. Og um leið gerist hún og æ háðari skynrænum og
vitháðum eigindum, er heilanum vex magn og megin og
æ fleiri samtengsl myndast milli starfsdeilda og kerfa,
er hafa mismikið andrænt gildi. Fer svo að lokum hjá
manninum, að skynjanir og vit ná allmiklum yfirtökum á
hinum frumstæðu eðlishvötum.
Sjálft hið frumstæða, hrifnæma svið einfrumungsins,
það er verður undirrót starfskerfis hjá þroskuðum lífver-
um, virðist vera gætt eðlisháðu skapanmegini. En
óðar en frumstæðasta starfsfærið er myndað, kemur sér-
stæð eðlishvöt í ljós, háð sjálfu starfsfærinu. — Er þá hér
í raun og sannleika um tvær orkutegundir að ræða,
er báðar, hvor um sig, virðast hinar frumstæðustu tegundir
lifandi orku, — andrænnar orku, og greinum vér
þessar orkutegundir sem frumstætt skapanmegin og
frumstætt starfsmegin.
Um uppruna einfrumunganna vitum vér enn sem
komið er ekkert. Vér vitum og ekkert um það, á hvern
hátt þessar orkutegundir eru tengdar efni því eða efnum
þeim, sein starfa að myndun einfrumungsins. Vér vitum
eigi, hvort þær liggja að baki allri ummyndan efna í lif-
andi efni eða lífverur, eða hvort þær eru afleiddar
eigindir þess efnis, er náð hefur þeim eðliseinkunnum,
er greina lifandi efni frá lífvana efni, — lifandi veru frá
dauðum hlut. — Og þá er oss og eigi heldur — enn sem
komið er — unnt að vita, hvort hjer sé ekki ef til vill um
algerlega samhæfðar og samstæðar eigindir að
ræða, er vér tölum um orku og efni, — svo fjarstæð
sem andræn orka og lífrænt eða lifandi efni þó
virðast vera. Liggur hjer mikið og sennilega ótæmandi við-
fangsefni og bíður komandi spekinga og vísindmanna. —