Skírnir - 01.01.1928, Page 24
Skimir]
Samþróun likama og sálar.
17
Þá er hér var komið, þótti mér sem auðsætt væri,
að réttmætt væri að telja starfshvöt þá, eðlishvöt þá, sem
háð er frumstæðustu starfsdeild einfrumungsins, hina frum-
stæðustu andrænu eigind, er unnt væri að ná tökum á og
sérgreina svo til hlítar, að hana mætti samhæfa sér-
stæðum líffærum, sérstæðum starfsfærum hjá þroskamestu
lífverum. Þótti mér og auðsætt, að eina leiðin til þess að
gjöra sér grein fyrir andlegum þroska mannsins væri sú,
að byrja á því að gera sér grein fyrir þróun eðlishvatanna
og þroska og fjölbreyttni þeirra starfsþátta, er þær væru
tengdar, — ef sú yrði raunin á, að eðlishvöt væri jafnan
sérhverjum starfsþætti í blóðið borin. —
En þá var þó enn eftir hin andræna eigind sjálfra
hinna hrifnæmu starfssviða, — hið eðlisháða skapan-
megin þeirra,— hin frumstæðasta tegund allrar samúðar.
Var hér og ekki frumstæð, efnisháð, andræn eigind, er
sennilegt var að héldi áfram að þróast og yrði merkur
þáttur í sálarlífi þroskamestu lífvera?
Þetta virtist mér hljóta svo að vera og því kaus ég
mér samúð til þess að kynna mér og verja ásamt doktors-
ritgjörð minni1). — Hef ég nú frumritað bók á íslenzku,
sem ég kalla »Skapanmegin manna«. Gjöri ég þar grein
fyrir þróun þessa frumstæða skapanmegins, þessarar frum-
stæðu samúðar, sem þegar bólar á í hinum frumstæðu
starfssviðum einfrumunganna.
í doktorsriti mínu hef ég eingöngu leitast við að
gjöra grein fyrir eðlishvötum þeim, er tengdar
væru hinum frumstæðu líkamskerfum manna.—
Og var þá fyrsta atriðið að gjöra sér nána grein
fyrir því, hvort unnt væri að sýna fram á það með
órækum rökum, að kerfaskifting sú, er bersýnilega á sér
stað hjá einfrumungnum, hefði haldizt alla þróunarleiðina
upp í manninn, æðstu lífveru jarðar, og væri þar enn greinÞ
°g hvort starfsþættir héldust enn, hvor öðrum að-
1) Auk hins prentaða rits, á að verja tvö munnleg efni — voru
þau samúð og draumar.
2