Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 25
18
Samþróun likaraa og sálar.
[Skírnir
skildir, eí ekki óháðir, innan vébanda hvers starfskerfis, og
ef svo reyndist, þá h v o r t svo væri og enn, að sýna mætti
fram á það með rökum, að sérhver starfsþáttur væri og
enn gæddur sérstæðri hvöt — starfshvöt eða eðlishvöt. —
Og mér varð það ljóst, að eigi væri unnt að sýna
fram á það, að sérstæður starfsþáttur væri eðlishvöt
gæddur, nema því að eins, að unnt væri að sýna, að eðl-
ishvatir slíkra einstæðra starfsþátta gætu, ef svo bæri undir,
gjört vart við sig í vitund mannsins. — En hitt virtist
liggja ' augum uppi, að samstarfi allra starfsþátta, innan
vébanda eins og sama starfskerfis, hiyti að vera þannig
háttað, að þeir allir — þó hver með sínu mótinu — störf-
uðu að þvi, er væri hið eiginlega verksvið starfskerfisins.
Og væri því eðlilegt, að eðlishvatir allra starfsþáttanna í
sameiningu væru einu nafni nefndar eðlishvöt sjálfs starfs-
kerfisins — t. d. hreyfihvöt hjá hreyfikerfi — meltingar-
hvöt eða hungur hjá meltingarkerfi o. s. frv.
Þetta virtist mér auðsætt. Enn sitt er hvað að sjá
starfsaðferðina, sjá leiðina — og að hafa allan þann efni-
við handa á milli, er þarf til þess að brúa allar torfærur
óg gjöra ieiðina svo úr garði, að enginn sem um hana fari
steyti þar fót §inn við steini. Og sitt er hvað að hafa
gengið úr skugga uin tengdir vissra starfsdeilda og vissra
eðlishvata hjá einfrumungum og að grundvalla og rök-
styðja skilgreining á eðlishvötum mannsins. Lá nú enn
fyrir mér mikið starf, er ég tók að leita í rannsóknum líf-
eðlisfræðinga að öllu því, er gæti talizt með og móti
hugboði mínu um það, að sérhver starfsdeild væri gædd
eðlishvötum hjá manninum eigi síður en hjá einfrumungnum.
Ef vér athugum taugaskiftinguna í líkama vorum, sjáum
vér þegar, að samkvæmt henni skiftist hann i rauninni í
þrjú nokkurn veginn sérgreind kerfi, og eru þau: meltingar-
kerfi, hreyfikerfi og frjókerfi. Lá þá beint við að athuga
nánar, hvort þessi þrjú kerfi væru líka sérgreind hvað
störfum og eðlishvötum viðvéki — eða ekki. Hvort þau
væru hvort um sig sérstætt starfskerfi, eða hvort þró-